Skólaferðlög Auðarskóla verða farin dagana 26. og 27. maí. Yngsta stigið fer á Reykhóla, miðstigið fer í Borgarfjörðinn og efsta stigið ætlar í Skagafjörðinn. Dagskrár fyrir ferðalögin liggja nú fyrir. Sjá hér.
Hátíð fer að höndum ein
Hátíð fer að höndum einhana vér allir prýðumlýðurinn tendri ljósin hreinlíður að tíðum líður að helgum tíðum
Vegna veðurs
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið vegna óvenju slæmrar veðurspár.Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka veginum um Bröttubrekku kl. 16 í dag og um Svínadal kl. 17. Gera má ráð fyrir að lokað verði til kl. 15 á morgun þriðjudag.Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til þess að gæta að lausamunum, fylgjast með útvarpsfréttum og halda sig heima eftir því …
AFS Skiptinemar í Dalabyggð veturinn 2015-2016
AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem byggja á óformlegri og formlegri menntun. Þátttakendur stunda skóla og kynnast nýrri menningu. Þátttakendur dvelja og sækja skóla í tæpt ár eða skemur í öðru landi. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla, þeir eru …
Vinnustöðvun 21.maí
Félag grunnskólakennara(FG) hefur boðað vinnustöðvun miðvikudaginn 21. maí næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef til boðaðar vinnustöðvunar kemur fellur skólaakstur og öll kennsla í grunnskóladeild niður þann daginn. Skrifstofa skólans verður opin. Tónlistarkennarar eru við kennslu þennan dag og leikskólinn starfar eins og venjulega nema að skólaakstur er ekki í boði fyrir leikskólabörnin. Þann 22. maí hefst …
Gátlistar
Til að auðvelda undirbúning og innkaup skólavara vegna skólaársins 2015 – 2016 eru hér til hliðar gátlistar skólans. Listarnir eru þrír; einn fyrir hvert aldursstig í skólanum. Gátlisti yngsta stig 2015.pdf File Size: 76 kb File Type: pdf Download File Gátlisti miðstig 2015.pdf File Size: 265 kb File Type: pdf Download File Gátlisti elsta stig 2015.pdf File Size: 270 kb …
Rafmagnsbilun
Rafmagn er farið af neðri hluta grunnskólans. Því er ekki símasamband við grunnskóladeildina. Ekkert netsamband er við alla stofnunina. Reynt er að halda uppi hefðbundinni kennslu. Vonast er til þess að fljótlega verði hægt að koma rafmagni aftur á. Skólastjóri
Skólasetning
Fimmtudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50 Yngsta stig (nemendur fæddir 2008, 2007, 2006 og 2005) Kl. 10.10 Miðstig (nemendur fæddir 2004, 2003 og 2002) Kl. 10.30 Elsta stig (nemendur fæddir 2001, 2000 og 1999) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig. Eftir samveru stigsins ganga …
Skólaritari
Auðarskóli auglýsir eftir skólaritara í 87% starf. Ritarinn verður með aðstöðu í grunnskóladeild en þjónar allri stofnuninni. Helstu störf skólaritara eru ýmis skrifstofustörf eins og símsvörun, uppfærslur á heimasíðu, innri vef og upplýsingum í námskrá og starfsáætlunum, sjá um gagnagrunna skólans (Mentor og Námfús), vinna við samantektir á gjöldum og skýrslum. Einnig að sinna nemendum með ýmis mál, panta inn vörur, fara í sendiferðir …
Auðarskóli með viðamikið átak í fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Í október 2012 var efnt til málþinga víða um land undir kjörorðunum „Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.“ Verkefnið er liður í sáttmála Evrópuráðsins sem Ísland er aðili að. Fulltrúi frá Auðarskóla sótti ráðstefnuna og hefur síðan verið tengiliður skólans gagnvart verkefninu. Í vetur hafa bæði starfsfólk og nemendur Auðarskóla fengið fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er og …