Sjálfsmatsskýrsla-Starfsáætlun

AuðarskóliFréttir

Starfáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er komin inn á heimasíðu skólans. Sjötta skýrsla um sjálfsmat Auðarskóla er einnig komin inn. Í skýrslunni er gert grein fyrir tveimur matsþáttum; Líðan, þarfir, starfsandi og samstarf   og  viðmót, menning og ytri tengsl. Auk þeirra er að finna umbóta- og matsáætlun fyrir skólaárið og nýja langtímaáætlun innra mats sem gildir til skólaársins 2025-2026. Skýrslurnar eru að finna …

Skipulagsdagur

AuðarskóliFréttir

Þriðjudaginn 29. september verður skipulagsdagur í grunnskóla- og tónlistarskóladeild Auðarskóla. Öll kennsla fellur niður þann dag eins verður ekki lengd viðvera heldur. Skólabílar munu því ekki aka þann dag. Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri

Upplýsingabæklingur Auðarskóla 2020-2021

AuðarskóliFréttir

Sælir ágætu foreldrar/forráðamenn Almennur upplýsingabæklingur Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er nú tilbúinn og verður sendur heim með nemendum á morgun, miðvikudaginn 26. ágúst. Í honum er að finna helstu upplýsingar um starfið í vetur, s.s. stuðningskerfi skólans, hvernig á að senda tilkynningar til okkar og önnur ,,praktísk“ atriði. Ég læt fylgja með þessari frétt slóð inn á bæklinginn. Þorkell Cýrusson …

Skólabyrjun 2020-2021

AuðarskóliFréttir

Nú fer að líða undir sumarlok og skólaárið að hefjast hjá okkur í Auðarskóla. Eins og ljóst er orðið byrjun ekki með sama móti og venjulega. Með því erum við að bregðast við þeim tilmælum sem stjórnvöld hafa sett vegna Covid19. Skólasetning verður fyrir nemendur og foreldra í 1. bekkjar mánudaginn 24. ágúst (póstur hefur verið sendur á forráðamenn) en …

Ferðalag í Geitfjársetrið

AuðarskóliFréttir

Leikskólabörn af Tröllakletti og verðandi 1. bekkingar ásamt starfsfólki leikskólans fóru í ferðalag að Háafelli í Borgarfirði í Geitfjársetrið í gær, fimmtudaginn 20. ágúst. Veðrið var eins og best var á kosið og allir mjög spenntir að fá að fara í rútu. Geiturnar tóku vel á móti okkur eins og staðarhaldirinn hún Jóhanna. Geitur eru einstök dýr, miklir mannvinir og …

Auðarskóli yfir hátíðirnar

adminFréttir

Í dag, 20. desember eru litlu jólin í grunnskóladeild Auðarskóla.  Þetta er jafnframt síðasti kennsludagur fyrir jólafrí og síðasti dagurinn sem skólabílarnir keyra fyrir frí. Kennsla hefst aftur föstudaginn 3. janúar og þá hefst skólaakstur aftur. Leikskólinn er opin alla virka daga í fríinu en eins og áður hefur verið er hann samt lokaður á aðfangadag og gamlársdag. Við óskum …

Skólasetning grunnskólans

adminFréttir

Skólasetning Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 22. ágúst í Dalabúð og hefst athöfnin klukkan 10:00.Klukkan 10:20 verður kynning fyrir nemendur yngsta stigs, klukkan 10:45 verður kynning fyrir nemendur á miðstigi og klukkan 11:10 fyrir nemendur elsta stigs.  Gert er ráð fyrir að foreldrar grunnskólabarna mæti á skólasetninguna og kynningar þeirra stiga sem þeirra börn eru á. Einnig minnum við á:Eins og í fyrravetur …

Auðarskóli í sumarfrí

AuðarskóliFréttir

Nú er allar deildir Auðarskóla komnar í sumarfrí og var síðasti skóladagur leikskólans föstudaginn 3. júlí.  Skrifstofa Auðarskóla opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst, leikskólinn opnar mánudaginn 10. júlí kl. 10 og skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst.  Nánari tímasetning setningar verður auglýst síðar. Á heimasíðu skólans má finna skóladagatal næsta árs fyrir leik- og grunnskóla. Einnig er þar að finna ýmsar upplýsingar um …

Umsókn um tónlistarnám

adminFréttir

Það hafa komið spurningar um hvar eyðublaðið fyrir tónlistarskólann er. Hér er linkur:http://www.audarskoli.is/siacutemargjaldskraacutereyethubloumleth.html Lengst til hægri á þessari síðu er þetta eyðublað það þriðja talið ofan frá.

Rithöfundar í heimsókn í Auðarskóla

adminFréttir

Sigrún Elíasdóttir rithöfundur kom í heimsókn í Auðarskóla síðast liðinn mánudag og las fyrir nemendur 3.-7.bekkjar úr nýrri bók sinni „Leitin að vorinu“ sem er sú fyrsta í þríleik. Bókin er fantasía sem fjallar um tvær ólíklegar hetjur sem leita að svarinu við því hvers vegna vorið kemur ekki í Norðurheimi. Á leið þeirra verða að sjálfsögðu skrímsli og forynjur …