Leikskólinn er Vináttuleikskóli

adminFréttir

Leikskóli Auðarskóla er nú formlega kominn af stað með Vináttuverkefnið. Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið á rætur að rekja til Danmerkur og ber þar heitið Fri for mobberi. Um er að ræða tösku sem inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum og starfsfólki. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum svo …

Bóndadagskaffi í leikskólanum

adminFréttir

Á föstudaginn 19. janúar síðast liðinn var haldið upp á bóndadaginn í leikskólanum.  Karlmennirnir í lífi barnanna fjölmenntu og boðið var upp á kaffi og með´í.  Að sjálfsögðu var þorramatur líka á boðstólum; súrir hrútspungar, sviðasulta, hákarl, harðfiskur og flatkökur með hangikjöti.  Einnig var farið í nokkra gamla leiki eins og fuglafit, völuspá, störu og hoppa yfir sauðalegg. Börnin bjuggu …

Skólahald fellur niður í öllum deildum Auðarskóla

adminFréttir

Nú hefur verið ákveðið að öll starfsemi Auðarskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn en eins og staðan er núna er líklegast að skóli falli líka …

Bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum

adminFréttir

​Þann 29. október var haldinn bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum. Tóta skólahjúkrunarfræðingur kom í vitjun með „Bangsaheilsugæsluna“ í leikskólann og fræddi okkur um margt og mikið. Nemendur á Dvergahlíð sýndu henni bangsana sína og fengu bangsarnir viðeigandi aðhlynningu. Á Tröllakletti fræddi hún nemendur um mikilvægi handþvottar og fengu allir að æfa sig í handþvotti undir hennar umsjón. Hún ræddi líka um smáslys …

Listaverk leikskólabarna á bókasafninu

adminFréttir

Núna í apríl prýða listaverk leikskólabarnanna bókasafnið okkar. Börnin máluðu myndir og einnig bjuggu þau til unga og egg úr pappamassa. Endilega kíkið á listaverkin.

Skólalóðin og við

adminFréttir

Miðstigið var með lítil myndaverkefni á skólalóðinni í ágúst og september. Myndefnin voru margskonar og fóru nemendur um skólalóðina og umhverfi skólans. Unnið var í litlum hópum sem og hver hópur leysti verkefnin eftir sýnu höfði. Að myndatöku lokinni valdi hver hópur eina af myndum sínum og kynnti fyrir hópnum. Krakkarnir greiddu atkvæði um skemmtilegustu myndina. Í fyrra skiptið varð …

Skólastarf fer vel af stað í Auðarskóla

adminFréttir

Skólastarf í Auðarskóla er farið af stað og gengur vel. Í sumar voru þó nokkuð miklar framkvæmdir hér í skólanum sem gengu að mestu leiti eftir áætlun. Kerfisloft var sett í eina stofu sem breytir hljóðvist í henni til miklilla muna eins voru lögð ný gólfefni á stofur í neðri álmu skólans þar sem yngsta stig hefur sínar stofur. Að …