Vetrarfrí

admin Fréttir

Dagana 30. október – 1. nóvember 2017 er vetrarfrí í grunnskóladeild Auðarskóla. Þá er engin kennsla í grunnskólanum og skólabílar keyra ekki.  Einnig fellur niður starf Fjallasals á þessum dögum sem og tómstundirnar á miðvikudagseftirmiðdaginn. Vonandi eiga allir eftir að njóta frísins með börnunum sínum og hlökkum við til að sjá þau koma aftur í skólann endurnærð eftir frí.

Stóra upplestrarkeppnin í Búðardal

admin Fréttir

Föstudaginn 29. mars 2019 var stóra upplestrarkeppnin haldin í Búðardal. Til stóð að keppnin ætti að fara fram fimmtudaginn 28. mars en þar sem veðurhorfur voru slæmar og vetrarfærð þá var ákveðið að fresta henni um sólarhring. Föstudagurinn rann um með góðu veðri sól og vetrarblíðu. Keppendur frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar komu hingað í Búðardal ásamt …

Karellen í leikskólann

admin Fréttir

Nú er mánuður liðinn síðan Karellen var tekið upp í leikskólanum. Karellen er fyrsta kerfið sinnar tegundar í heiminum sem býður upp á heildarlausnir fyrir leikskóla. Það er skráningar- og samskiptaforrit sem auðveldar öll samskipti og gerir skráningar skilvirkari. Í gegnum Karellen fá foreldrar aðgang að helstu upplýsingum varðandi barnið sitt; mætingar, matar- og svefnskráningar, veikinda – og leyfisskráningar, dagatal, matseðil skólans, …

Auðarskóli í sumar

admin Fréttir

Eins og líklega flestir orðið vita þá voru skólaslit grunnskólans þann 31. maí síðastliðinn en leikskólinn er opinn til og með 26. júní og einnig skrifstofa skólans. Skrifstofa skólans og leikskólinn opna svo aftur 1. ágúst en skólasetning grunnskólans verður 22. ágúst.

Skóladagatöl næsta skólaárs

admin Fréttir

Skóladagatöl Auðarskóla fyrir næsta skólaár eru komin inn á heimasíðuna:http://www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html  Dagatölin eru tvö, fyrir grunn- og tónlistarskóla annarsvegar og leikskóla hinsvegar. Nú er tækifæri fyrir fjölskyldur skólabarna að skipuleggja fríin sín miðað við skóladagatalið svo endilega kíkið á linkinn hér fyrir ofan og skoðið dagatölin vel.

Stelpurnar okkar gerðu góða hluti í glímu um helgina

admin Fréttir

Eins og sjá má á frétt Skessuhorns í dag voru nokkrar stelpur úr Auðarskóla að gera góða hluti í glímu um helgina. ​Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Glímudrottning okkar dalamanna, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var …

Leikskólabörn heimsækja fyrirtæki í Búðardal

admin Fréttir

​Nemendur á Tröllakletti hafa farið í vettvangsheimsóknir í nokkur fyrirtæki í haust. Við höfum fengið æðislegar móttökur. Nemendunum finnst mjög gaman að fá að sjá á bakvið tjöldin og hvernig starfið fer fram hjá fyrirtækjum hér í Búðardal. Þau munu halda áfram að fara í fyrirtæki og er stefnan sett á Vegagerðina næst.  Fyrirtækin sem við höfum farið í eru: …

Öskudagsskemmtun foreldrafélagsins

admin Fréttir

ATH:  Slæm spá er fyrir miðvikudaginn. Ákveðið hefur verið að fresta þessari skemmtun, sem og öllu öskudagstengdu á vegum skólans, til fimmtudags.

Myndlistarsýning – 10.bekkur.

admin Fréttir

Sýning á verkum nemenda 10. bekkjar verður í Stjórnsýsluhúsinu frá og með deginum í dag og fram yfir kosningar.Sýningin ber heitið ,,árstíðirnar fjórar“ og áttu nemendur að túlka tré sem sýnir þær.​Hvetjum alla til að kíkja við.