Undanfarin þrjú ár hefur verið keyrður svo kallaður „multipower server í tölvuverinu“. Það þýðir að ein öflug tölva stýrir mörgum skjám og lyklaborðum. Í raun hefur undanfarið aðeins verið ein ofurtölva í verinu með 15 skjám, lyklaborðum og músum. Því er ekki að leyna að þetta kerfi hefur verið viðkvæmt og þungt í keyrslu og of oft haft hamlandi áhrif …
Nemendur í Auðarskóla keppa í forritun
Dagna 11. og 13. nóvember kepptu nemendur á unglinga- og miðstigi í Alþjóðlegu Bebras-áskoruninni. Bebras-áskorunin er fjölþjóðleg áskorun fyrir nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri. Keppendur eru frá um 50 löndum og yfir 500 þúsund. Ísland er að taka þátt í fyrsta skipti og er Auðarskóli einn af 8 skólum á Íslandi sem taka þátt. Keppendur í Auðarskóla í ár voru 5 …
Fjölgun í Auðarskóla
Nokkur fjölgun er á milli ára í grunnskóladeild Auðarskóla og er fjöldinn nú að nálgast þá skemmtilegu tölu 100, en nemendur í upphafi skólaárs eru 98. Einu sinni hafa verið fleiri nemendur í grunnskólanum í Búðardal og þá voru þeir 99. Hér fylgir yfirlit yfir aldurskiptingu nemenda: Yngsta stig 1. bekkur 12 Umsjónarkennarar: Þórdís Edda Guðjónsdóttir 2. bekkur …
Skólasetning 2015
Föstudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50 Yngsta stig (nemendur fæddir 2009, 2008, 2007, og 2006) Kl. 10.10 Miðstig (nemendur fæddir 2005, 2004 og 2003) Kl. 10.30 Elsta stig (nemendur fæddir 2002, 2001 og 2000) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig. Eftir samveru …
Auðarskóli hlýtur styrk
Auðarskóli hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði að upphæð 500.000 kr. til að vinna að þróunarverkefninu “ Opið áhugasviðsval“ Verkefnið hófst sem tilraunarverkefni í ágúst 2013 en þetta skólaár hefur það verið formgert meira og því stillt upp sem formlegu þróunarverkefni. Verkefnastjóri þróunarverkefnisins er Linda Traustadóttir kennari. Í stuttu máli er um að ræða tvo tíma á viku þar sem nemendur …
Tónfundir
Tónfundir í tónlistardeild Auðarskóla verða dagana 25. – 26. mars. Þriðjudaginn 25. mars verða 1. – 4. bekkur í tónlistarskólanum frá kl. 14.30 – 15.10 og þann 26. mars verða 5. – 10. bekkur í efra rými grunnskólans frá kl. 14.30 – 15.10. Allir eru velkomnir á tónfundina.
Leikskólakennaranám
Sveitarfélagið Dalabyggð hyggst styðja við bakið á nemendum sem fara í háskólanám í leikskólakennarafræðum. Um er að ræða margþættan stuðning:– laun í staðbundnum lotum og æfingakennslu í leikskólum– eingreiðslur (námsstyrkir) tvisvar á skólaárinu– aðgangur að tölvukerfum Auðarskóla og Office 365– aðgangur að vinnu- námsaðstöðu í skóla; þrentun, ljósritun, interneti og fl.Stefnt er að því að ná saman nokkrum hópi nema sem gæti verið í …
Jólaföndursdagurinn
Mánudaginn 7. desember var hinn árlegi jólaföndursdagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Unnið var á hverju stigi fyrir sig og einungis unnið í jólaföndri fram að hádegi.Elsta stig föndraði gluggaskraut sem hefur raðast í efri gluggana í þeirra stofum og víðar.Miðstig var að skreyta krukkur, búa til súkkulaðiskálar, origami o.fl.Yngsta stig skreyttu líka krukkur og perluðu jólamyndir. Einnig notuðu margir tímann í …
Piparkökuskreyting foreldrafélagsins
Á mánudaginn 14. desember stendur foreldrafélagið fyrir hinni árlegu piparkökuskreytingu. Við byrjum klukkan 17:00 í kaffisalnum í Dalabúð.Foreldrafélagið útvegar piparkökurnar og glassúr. Reynum að redda sem flestum litum í glassúrinn en það er velkomið að koma með fleiri liti.Vinsamlegast komið með ílát til að taka kökurnar með heim í. KveðjaStjórn foreldrafélags Auðarskóla
Mikið lesið á miðstigi
Á miðstigi er lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í …