Elsku foreldrar og forráðamenn barna í Auðarskóla öllum, Við í Auðarskóla viljum þakka Sigurlaugu fyrir heimsóknina í gær (26. janúar) og fyrir þátttöku allra foreldra sem gátu gefið sér tíma til að mæta. Á skólaráðsfundi 14. nóvember síðastliðinn var rætt mikilvægi þess að efla samstarf skóla og heimilis þegar kemur að lestrarkennslu og tryggja að bæði starfsfólk og foreldrar hafi sameiginlega …
Nemendafélagið Auður
Nemendafélagið Auður er starfandi í Auðarskóla. Í aðastjórn félagsins eru: Guðmundur Sören og Daldís Ronja úr 10. bekk, Lauga og Aðalheiður Rós úr 9. bekk og Guðrún Birna og Daley Viðja úr 8. bekk. Varamenn eru: Þórir Fannar og Jakub Rafal úr 8. bekk, Bryndís Mjöll og Kristján Þorgils úr 9. bekk og Ísabella úr 10. bekk. Á haustönn stóð …
Piparkökuhús!
Í aðdraganda jóla breyttist kennslustofan hjá nemendum í 4.–5. bekk í skapandi smiðju þar sem piparkökuhús risu eitt af öðru. Verkefnið hófst á hönnun: nemendur teiknuðu hugmyndir, ræddu lausnir og tóku sameiginlegar ákvarðanir. Í kjölfarið var bakað, mælt, smíðað og loks sett samanm stundum með tilraunum og mistökum sem nemendur lærðu af. Verkefnið samræmist aðalnámskrá með samþættingu margra hæfniþátta. Nemendur …
Úrslit jólamyndasamkeppni Auðarskóla
Hinni árlegu jólamyndasamkeppni Auðarskóla er lokið. Nemendur hafa fengið tækifæri á skólatíma til að teikna sína jólamynd. Myndirnar eru svo hengdar upp á vegg fyrir dómnefnd að meta. Myndirnar eru nafnlausar. Þegar myndin er valin er farið eftir ýmsu. Myndefnið er skoðað: tilfinning og stemning og boðskapur. Skoðað er hvort myndin segi sögu. Þá er einnig metið hvernig nemandi vinnur myndina, …
Litlu jól í Auðarskóla
Á síðasta skóladegi fyrir jól eru haldin litlu jól í Auðarskóla. Þetta er alltaf yndislegur dagur með börnunum okkar. Fyrst hittast samkennslubekkirnir með sínum umsjónarkennara. Þau eiga saman notalega stund, skiptast á pökkum, horfa á jólastuttmynd og spila á spil. Að því loknu hittist skólinn allur í efra holi og við dönsum í kringum jólatréð. Í ár spilaði Gísli tónmennta- …
Auður Djúpúðga í átthagafræðikennslu í 1.-3. bekk
Nemendur í 1.-3. bekk í Auðarskóla hafa undanfarið unnið skapandi og fróðlegt verkefni þar sem þeir hönnuðu og bjuggu til krossa í 3D prentara. Verkefnið tengist átthagafræði og sögu svæðisins en krossarnir eru innblásnir af Auði djúpúðgu, einni merkustu landnámskonu Íslands. Nemendur lærðu um sögulegt samhengi krossanna og hlutverk Auðar djúpúðgu í menningu og trúarhefðum, ásamt því að tengja vinnuna …
Kosið um sameiningu
Nemendur á elsta stigi í Auðarskóla kusu í dag um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þetta er dæmi um lýðræðislegt skólastarf þar sem nemendur fá að æfa sig í að taka upplýstar ákvarðanir, sýna ábyrgð og virða reglur. Þetta styður sérstaklega við grunnþætti menntunar um lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, læsi, heilbrigði, velferð og sjálfbærni. Nokkur áróður var á kjörstað og þurfti …
Foreldrafræðsla um lestrarkennslu
Elsku foreldrar og forráðamenn barna í Auðarskóla öllum, Á skólaráðsfundi 14. nóvember síðastliðinn var rætt mikilvægi þess að efla samstarf skóla og heimilis þegar kemur að lestrarkennslu og tryggja að bæði starfsfólk og foreldrar hafi sameiginlega þekkingu á áhrifaríkum leiðum til að styðja við lestrarnám barna. Rannsóknir á heimalestri hafa sýnt að markviss inngrip sem fela í sér fræðslu …
Danssýning haldin hátíðlega
Á þriðjudaginn síðstliðinn var haldin danssýning í Auðarskóla. Nemendur stóðu sig með prýði og foreldrar sömuleiðis. Nemendur í 10. bekk gáfu danskennara sínum til margra ára kveðjugjöf. Við þökkum Jóni Pétri kærlega fyrir komuna.
Kaffihúsakvöld 19. nóvember kl. 17:00
Kaffihúsakvöld er rótgróinn liður í starfi Auðarskóla og byggir framkvæmd þess á starfsáætlun skólans. Viðburðurinn er haldinn ár hvert í Dalabúð og stendur yfir í um tvær klukkustundir, frá kl. 17:00 til 19:00. Í ár er viðburðurinn haldinn miðvikudaginn 19. nóvember. Húsið opnar kl. 16:30. Skóladegi lýkur strax eftir hádegismat kl. 12:50. Þá leggja skólabílar af stað heim með …










