Hinni árlegu jólamyndasamkeppni Auðarskóla er lokið. Nemendur hafa fengið tækifæri á skólatíma til að teikna sína jólamynd. Myndirnar eru svo hengdar upp á vegg fyrir dómnefnd að meta. Myndirnar eru nafnlausar. Þegar myndin er valin er farið eftir ýmsu. Myndefnið er skoðað: tilfinning og stemning og boðskapur. Skoðað er hvort myndin segi sögu. Þá er einnig metið hvernig nemandi vinnur myndina, …
Litlu jól í Auðarskóla
Á síðasta skóladegi fyrir jól eru haldin litlu jól í Auðarskóla. Þetta er alltaf yndislegur dagur með börnunum okkar. Fyrst hittast samkennslubekkirnir með sínum umsjónarkennara. Þau eiga saman notalega stund, skiptast á pökkum, horfa á jólastuttmynd og spila á spil. Að því loknu hittist skólinn allur í efra holi og við dönsum í kringum jólatréð. Í ár spilaði Gísli tónmennta- …
Auður Djúpúðga í átthagafræðikennslu í 1.-3. bekk
Nemendur í 1.-3. bekk í Auðarskóla hafa undanfarið unnið skapandi og fróðlegt verkefni þar sem þeir hönnuðu og bjuggu til krossa í 3D prentara. Verkefnið tengist átthagafræði og sögu svæðisins en krossarnir eru innblásnir af Auði djúpúðgu, einni merkustu landnámskonu Íslands. Nemendur lærðu um sögulegt samhengi krossanna og hlutverk Auðar djúpúðgu í menningu og trúarhefðum, ásamt því að tengja vinnuna …
Kosið um sameiningu
Nemendur á elsta stigi í Auðarskóla kusu í dag um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þetta er dæmi um lýðræðislegt skólastarf þar sem nemendur fá að æfa sig í að taka upplýstar ákvarðanir, sýna ábyrgð og virða reglur. Þetta styður sérstaklega við grunnþætti menntunar um lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, læsi, heilbrigði, velferð og sjálfbærni. Nokkur áróður var á kjörstað og þurfti …
Foreldrafræðsla um lestrarkennslu
Elsku foreldrar og forráðamenn barna í Auðarskóla öllum, Á skólaráðsfundi 14. nóvember síðastliðinn var rætt mikilvægi þess að efla samstarf skóla og heimilis þegar kemur að lestrarkennslu og tryggja að bæði starfsfólk og foreldrar hafi sameiginlega þekkingu á áhrifaríkum leiðum til að styðja við lestrarnám barna. Rannsóknir á heimalestri hafa sýnt að markviss inngrip sem fela í sér fræðslu …
Danssýning haldin hátíðlega
Á þriðjudaginn síðstliðinn var haldin danssýning í Auðarskóla. Nemendur stóðu sig með prýði og foreldrar sömuleiðis. Nemendur í 10. bekk gáfu danskennara sínum til margra ára kveðjugjöf. Við þökkum Jóni Pétri kærlega fyrir komuna.
Kaffihúsakvöld 19. nóvember kl. 17:00
Kaffihúsakvöld er rótgróinn liður í starfi Auðarskóla og byggir framkvæmd þess á starfsáætlun skólans. Viðburðurinn er haldinn ár hvert í Dalabúð og stendur yfir í um tvær klukkustundir, frá kl. 17:00 til 19:00. Í ár er viðburðurinn haldinn miðvikudaginn 19. nóvember. Húsið opnar kl. 16:30. Skóladegi lýkur strax eftir hádegismat kl. 12:50. Þá leggja skólabílar af stað heim með …
Skerðing skólahalds fimmtudaginn 2. október 2025
Skólahald verður skert á fimmtudaginn næstkomandi 2. október. Ákveðið hefur verið að nemendur í 8.-10. bekk fái frí þennan dag. Einnig biðjum við alla þá foreldra sem eru í aðstöðu til að hafa börn sín heima að gera það. Foreldrar og forráðamenn fengu tölvupóst með frekari upplýsingum. Með fyrir fram þökkum fyrir skilninginn, Kær kveðja, Guðmundur Kári Þorgrímsson Starfandi skólastjóri …
Starfamessa í Borgarnesi
Starfamessa 2025 – Gluggi að framtíðinni Í haust verða haldnar þrjár Starfamessur á Vesturlandi sem hluti af Sóknaráætlun Vesturlands 2025. Viðburðirnir fara fram í öllum framhaldsskólum svæðisins: MB í Borgarnesi – 26. september FSN í Grundarfirði – 30. september FVA á Akranesi – 3. október Starfamessan er einstakt tækifæri fyrir nemendur í 9. og 10. bekk að kynnast fjölbreyttum störfum …
Bætt heimabyggð- minni sóun
Nemendur Auðarskóla hafa undanfarnar vikur verið að skoða bætta heimabyggð og hvað má gera til að bæta hana fyrir íbúa, náttúruna og umhverfið okkar. 1.-3. bekkur tók fyir matarsóun í mötuneyti skólans og lagðist í rannsóknarvinnu. Þau viktuðu það sem var hent eftir hvern matartíma í nokkra daga. Nemendur skiptust á að vikta ruslið. Það kom þeim á óvart að …









