Annaskipti

admin

Picture

Mánudaginn 14. nóvember er starfsdagur og þann 15. nóvember eru foreldraviðtöl í grunnskóladeild skólans. Þessa tvo daga er ekki kennsla og ekki skólaakstur. Ekki er heldur kennsla í tónlistardeild skólans en leikskólinn er opinn eins og venjulega.

Foreldrar mæta til viðtals hjá umsjónarkennurum með börnum sínum en aðrir kennarar og skólastjórnendur  verða einnig til viðtals.   Tónlistarkennarar vilja einnig gjarnan hitta foreldra nemenda í tónlistarnámi.

Nám í grunnskóla- og tónlistardeild hefst svo aftur samkvæmt stundarskrá miðvikudaginn 16. nóvember.

Skólastjóri