Auðarskóli endurnýjar húsgögn

admin


Picture

PantoMove stóll

Í upphafi þessa mánaðar voru tekin í notkun í Auðarskóla  ný húsgögn fyrir alla nemendur í 1. – 4. bekk skólans.  Um er að ræða PantoMove stóla og VS Uno borð  frá Pennanum.

Borðin og stólarnir, sem nýju húsgögnin leysa af hólmi,  voru flest orðin áratuga gömul og hálfgerður samtíningur úr ýmsum áttum.

Vonast er til þess að hægt verði að halda endurnýjun áfram á næsta fjárhagsári.