Á miðvikudaginn 26. mars var flæði hjá börnunum í leikskólanum. Flæði er þegar að alls konar leikefni er í boði í rýmum leikskólans og börnin mega velja sér rými til að leika í.
Flæði tengist leikskólastarfi og grunnþáttum menntunar á skýran hátt því þar er unnið að vellíðan og eflingu sjálfsmyndar barna. Í leikskólum er lagt upp með að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd, finni styrkleika og fái notið þeirra í fjölbreyttu starfi. Jafnframt eiga börn að fá vald til að hafa áhrif á merkingarsköpun sína og velja sér viðfangsefni eftir áhugahvöt (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011).
Í Fjallasal var hægt að dansa eftir Just dance myndböndum af youtube.com, fara í þrautabraut og jóga með Írisi Dröfn.
Á ganginum var pizzastaður þar sem að börnin gátu útbúið pizzu með ýmsum áleggjum á og einnig var hægt að fara í dúkkuleik með Renötu.
Í stærra herberginu á Dvergahlíð var lestarleikur þar sem að megnið af gólfinu var undirlagt af leistarteinum með Jónu Maríu.
Í minna herberginu á Dvergahlíð var hægt að hoppa og skoppa á dýnum og boltaleikur með Helgu Rún.
Í stærra herberginu á Tröllakletti var hægt að velja á milli þess að mála með vatnslitum eða málningu með Hafrúnu.
Í minna herberginu á Tröllakletti var í boði velja sér myndir af byggingum og kubba þær úr einingarkubbum með Jóhönnu Lind.
Börnunum fannst mjög gaman að fá að flakka á milli stöðva og prófa ýmis konar leikefni. Einnig fannst þeim gaman að fá að prófa að leika með börnunum af hinni deildinni. Ýmis konar listaverk, byggingar, pizzur og dansar urðu til í þessu flæði.
