Gaman á smiðjuhelgi

Auðarskóli Fréttir

Mikið stuð var á fyrstu smiðjuhelgi skólaársins þegar unglingastig heimsótti Kleppjárnsreyki ásamt nemendum úr samstarfsskólum.
Nemendur voru búin að skrá sig í smiðjur og unnu í þeim allan föstudag frá kl. 14- 18 síðan var matur, sund og frjáls tími. Daginn eftir hélt vinna áfram í smiðjum og deginum lauk kl 14 með kynningum á því sem þau höfðu gert með sínum verkefnastjóra
Alexandra Agla Jónsdóttir og Þórarinn Páll Þórarinsson tóku viðtöl við nokkra nemendur á unglingastigi um þeirra upplifun af smiðjuhelginni

Hvað heitir þú? Daldís 

Hvaða bekk ertu í? 8. bekk 

Hvaða smiðju fórstu í? Dans 

Hvað var skemmtilegast í þeirri smiðju? Floorwork 

Hvað stóð uppúr á allri smiðjuhelginni? Vera með vinkonum  

Af hverju ættum við að vera með svona smiðjuhelgar? Af því það er gaman og ég læri eitthvað nýtt 

Hvernig var maturinn? Góður, besti maturinn var súpan 

Hvernig svafstu þú á smiðjuhelginni? hræðilega 

Hvað gerðirðu í frítímanum? Vera með vinkonum mínum og mála Munda  

Hvaða smiðjur viltu  að veri næst og hvers vegna? Brjóstsykursgerð af því það er gaman 

 

Hvað heitir þú? Viktor  

Hvaða bekk ertu í? 9. bekk 

Hvaða smiðju fórstu í? borðtennis 

Hvað var skemmtilegast í þeirri smiðju? Tala við Kidda 

Hvað stóð uppúr á allri smiðjuhelginni? Maturinn  

Af hverju ættum við að vera með svona smiðjuhelgar? Af því að krakkar þurfa meiri félagskap 

Hvernig var maturinn? Hann stóð uppúr öllu, hann var góður 

Hvernig svafstu þú á smiðjuhelginni? Bara mjög vel en mér var kalt um morguninn 

Hvað gerðirðu í frítímanum? Ég hékk með stelpunum. ( Kristrún og Stellu) 

Hvaða smiðjur viltu  að veri næst og hvers vegna? Búfjárssmiðja, af því það er áhugamálið mitt  

 

 Hvað heitir þú? Ívar  

Hvaða bekk ertu í? 10. Bekk  

Hvaða smiðju fórstu í? borðtennis 

Hvað var skemmtilegast í þeirri smiðju? Lendi í 2 sæti og skemmtilegast að keppa við Davíð 

Hvað stóð uppúr á allri smiðjuhelginni? Sundið  

Af hverju ættum við að vera með svona smiðjuhelgar? Kökurnar eru góðar  

Hvernig var maturinn? góður 

Hvernig svafstu þú á smiðjuhelginni? Svaf lítið var svo heitt 

Hvað gerðirðu í frítímanum? Fór í sund, var að hanga með Baldri, Kristjáni, Erlu og Alexöndru 

Hvaða smiðjur viltu  að veri næst og hvers vegna? Þythokkísmiðja, því ég kann ekki þythokkí