Haustþema á leikskólanum

Auðarskóli Fréttir

Nemendur Tröllakletts hafa undanfarnar vikur verið að vinna með þemað haustið.
Málað myndir, farið í vettvangsferðir og skoðað náttúruna í haustlitunum.
Réttir og sveitastörf hafa einnig litað umræðurnar hjá
krökkunum og ljóst er að mikil spenna fylgir haustverkunum á sveitabæjum okkar samfélags og börnin fá að taka þátt og fylgast með. Á einni mynd hér að neðan má sjá verkefni tengt réttum sem nemendur unnu í september.
Samræðuverkefni eru alltaf skemmtileg og áhugavert að heyra hvað börnunum þykir merkilegt og hvernig þau skynja umhverfið á hverju sinni. Dæmi um spurningar voru spurningarnar: Ég heiti, ég hlæ þegar…,Mig langar að ferðast til.. uppáhaldsmaturinn.. ég er góður í.. ég vil verða þegar ég er stór…
Dvergahlíð er að vinna með að koma upp stafrófi, formum og litum upp á vegg hjá sér og er núna komið 4 form með mismunandi litum.