Heimsókn í Vegagerð og dansinn

admin

Picture

Í gær, mánudaginn 3.des, fór yngri hópur Álfadeildar í göngutúr í stað formlegrar hreyfistundar. Jólaljósin voru skoðuð, sumsstaðar talin, farið yfir umferðarreglur og síðan var rölt út í Vegagerð. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að leyfa okkur að kíkja innfyrir og meira að segja fengu allir að prófa að fara upp í veghefilinn. Ótrúlega spennandi!

Af danstímum er allt gott að frétta. Börnin tóku öll þátt í fyrsta danstímanum af lífi og sál og var Jón Pétur mjög ánægður með þátttöku þeirra í tímanum. Gangman style var auðvitað tekið og viðbrögðin létu ekki á sér standa:-)

Búast má við skemmtilegri danssýningu og bíðum við öll spennt eftir henni.