Lítið hönnunarverkefni var á miðstigi síðustu viku. Nemendur fengu það verkefni að hanna matseðil fyrir veitingastað. Flestir notuðu forritið Canva til uppsetningar og fengu þrjá daga til að vinna að verkefninu.
Þeir sem það vildu sendu matseðilinn sinn í samkeppni hjá veitingastað í bænum. Tveir matseðlar voru valdir bestir og verða notaðir fyrir viðskiptavini í a.m.k. eina viku. Sigurvegararnir fengu að auki matarverðlaun og farandbikar.