Elín Huld Jóhannesdóttir hefur góðfúslega veitt leyfi fyrir því að verðlaunaverkefni hennar sé birt á vefsíðu Auðarskóla.
Verkefni Elínar er útfærsla á landnámssetri að Hvammi í Dölum. Útfærslan, sem þykir bæði vönduð og ýtarleg, er studd myndum og teikningum.
Hægt er að skoða verkefnið í heild með því að hlaða niður skjalinu hér fyrir neðan.
Landnámssetur í Hvamm Elín Huld 2012
|
File Size:
|
1547 kb
|
File Type:
|
pdf
|
Download File
|
Úr inngangi verkefnsins
Mér finnst vanta landnámsetur í Dalina um Auði djúpuðgu. Ég er skáti og geng þess vegna mikið á fjöll og mér finnst það bara mjög gaman svo nú ætla ég að reyna að seta áhugasvið mín saman og athuga hvort það gagnist ekki fleirum og fleiri hafi gaman af. Hugmyndin mín er að hafa Landnámsetur í Hvammi í Hvammssveit í Dölum um Auði Djúpuðgu og Laxdælu. Svo myndi veðra gerðar gönguleiðir upp á fjallið fyrir ofan Hvamm. Þar er til dæmis skógur sem hægt er að skoða, klettar og fleira. Hægt verður að hafa skilti með upplýsingum um staðinn. Svo finnst mér tilhugsunin um að Auður djúpuðga hafi gengið þarna alveg sérstök. Hægt verður að hafa leiðsögumann með sér sem segir manni betur frá staðnum.
|