Okkar menn í Laugardalshöllinni

admin

Picture

Hljómsveitirnar sem æfa í tónlistardeildinni halda áfram að gera það gott.

Nú á dögunum var samsuða Gemlinga og No Way  valin ásamt þremur öðrum böndum úr stórum hópi unglingahljómsveita af öllu landinu, til þess að spila á Samfestingnum, sem er hið árlega Samfés ball í Laugardalhöll, þann 2 mars næstkomandi.

Um er að ræða 20 mínútna prógram frá hverri hljómsveit og er ætlunin að spila frumsamda tónlist eingöngu.  Hljómsveitin kemur fram undir nafninu No Way eins og sjá má á veggspjaldi (sjá hér til hliðar)  sem nú hangir uppi í öllum félagsmistöðvum á landinu.  Áheyrendur í höllinni munu hlaupa á þúsundum.

Einstakt tækifæri fyrir hljómsveitina No Way og flottir fulltrúar Dalamanna hér á ferð.