Leikskólabörn í sund

admin





Picture



Síðastliðinn fimmtudag 3. apríl fóru elstu börn leikskólans, Regnbogahópurinn, í sund í Búðardal. Veðrið var með besta móti og því var ákveðið að gera sér glaðan dag. Einar íþróttakennari tók á móti hópnum og lagði hann fyrir börnin ýmsar sundþrautir sem þau leystu af hendi eins og ekkert væri. Þrælvanir sundmenn á ferð!

Allir skemmtu sér konunglega enda stóð sundferðin yfir í rétt rúman klukkutíma. Næsta víst er að þetta verði endurtekið áður en skólavetrinum ljúki:-)