Morgunstund í Auðarskóla

Auðarskóli Fréttir

Á skólaárinu 2024-2025 verður lögð meiri áhersla á samskipti, samlegð og samvinnu milli nemenda í skólanum. Ein leið til þess er sameinginleg morgunstund á öllum stigum í fyrstu kennslustund dagsins mánudag- fimmtudag. Nemendum er skipt í tólf hópa þvert á stigin. Allir hafa hlutverk í sínum hópi. Verkefnin sem hóparnir leysa geta verið mismunandi milli vikna en á meðan veðrið er gott munum við halda áfram að vera úti og einblýna á hreyfingu.

Markmið með morgunstundum

  • Efla félagsfærni
  • Sýna ábyrgð
  • Samvinna þvert á aldur
  • Kynnast betur
  • Styrkja leiðtogahæfni 
  • Enginn er einn

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þau hæfnimarkmið úr Aðalnámsskrá sem unnið er með 

Hér má sjá frekari lýsingu á hlutverkum nemenda morgunstund- nemendabók

Eins og skipulagið hefur verið síðustu daga þá höfum við byrjað á að ganga saman í hópunum þennan hring. Miðbraut- Vesturlandsvegur- Brekkuhvammur- MS planið- Skólabrautin. Eftir göngutúr er farið í Dalabúð í morgunmat og þá sitja tveir hópar saman á borði. Kennarar og annað starfsfólk fylgir nemendum í göngutúrinn/ verkefni og morgunmat og aðstoðar þá sem þurfa. 

Ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur varðandi morgunstundina er fólki bent á að hafa samband við Lóu á loa@audarskoli.is