Netskákmót fyrir grunnskólanemendur Vesturlands

admin Fréttir

​Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vesturlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund.

Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com
Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á „next match“ þegar skákin er búin.

Til að taka þátt þarf að fara í gegnum fáein einföld skref. Best er að klára skref 1 og 2 sem fyrst.

1. Búa til aðgang á chess.com (ef aðgangur er ekki til staðar nú þegar). Aðgangur er ókeypis og einfalt að búa til aðgang: https://www.chess.com/register
 
2. Gerast meðlimur í hópnum „Skólaskák Vesturland“ : https://www.chess.com/club/skolaskak-vesturland

3. Skrá sig á mótin sem er hægt að gera frá 60 mínútum áður en þau hefjast. Hér er tengill á fyrsta mótið: https://www.chess.com/live#r=176277

Það þarf að ýta á „join“ og svo bara bíða eftir að fyrsta skák byrjar klukkan nákvæmlega 16:30
Til að tefla í mótinu þarf að notast við fartölvu eða borðtölvu. Chess.com appið virkar ekki í mótum.
Hér má sjá almennar leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á chess.comhttps://www.youtube.com/watch?v=6HkWj7LCeWw&feature=youtu.be&fbclid=IwAR3RXTnvcyxN2DAf6j_oQEuHU4YvedQiPxRPuwFyU_GMDlAQ5J5Kxugfnl8

Mótin verða alla fimmtudaga næstu vikurnar og hefjast alltaf klukkan 16:30. Að ofan er tengill á fyrsta mótið en til að vera með í mótum á næstunni þarf einfaldlega að mæta á chess.com frá 15:30 á fimmtudögum og skrá sig í mótið í gegnum hópinn „Skólaskák Vesturland“.
Öllum spurningum er svarað á netfangið stefan.steingrimur.bergsson@rvkskolar.is eða í síma 863-7562,
Kveðja, Stefán Bergsson æskulýðsfulltrúi Skáksambands Íslands.