Auðarskóli yfir hátíðirnar

admin

Í dag, 20. desember eru litlu jólin í grunnskóladeild Auðarskóla.  Þetta er jafnframt síðasti kennsludagur fyrir jólafrí og síðasti dagurinn sem skólabílarnir keyra fyrir frí.

Kennsla hefst aftur föstudaginn 3. janúar og þá hefst skólaakstur aftur.

Leikskólinn er opin alla virka daga í fríinu en eins og áður hefur verið er hann samt lokaður á aðfangadag og gamlársdag.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Njótið jólafrísins.