Ný önn í tónlistardeild er að hefjast

admin

Picture

Nú er ný önn að hefjast í tónlistardeildinni og við þessi annaskipti gefst tækifæri til að breyta til. Hafi foreldrar áhuga á að auka eða minnka nám nemenda sinna þurfa þeir að hafa samband við tónlistarkennara sem allra fyrst. Einnig ef ekki er sótt eftir frekara námi í vetur. Hafi foreldrar ekki samband fyrir 13. janúar er litið svo á að nemandi verði í sama námi og hann var fyrir áramótin.

Í nýjum verklagsreglum fyrir tónlistardeildina er skýrar kveðið á um námsleiðir og þeirri vinnu sem fylgir hverri leið. Það er mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir því að nemandi í fullu tónlistarnámi getur í sumum tilvikum verið allt að tvær klukkustundir frá hefðbundnu skólastarfi vegna námsins; þ.e. 60 mín. í hljóðfæranámi, 30 mín. í tónfræði og svo af og til 30 mín. í samspilshópum. Vegna þessa er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með hvað nemendur eru að missa úr námi í grunnskólanum og aðstoði börn sín við að vinna það upp.

Vegna síaukinnar aðsóknar að tónlistardeildinni og vegna aukins umfangs deildarinnar inni í grunnskólanum hefur verið að myndast lítill biðlisti barna sem vilja komast í tónlistarnám. Nýjar verklagsreglur skýra með hvaða hætti skuli forgangsraðað við slíkar aðstæður.

Á eftirfarandi vefslóðum eru annarsvegar

verklagsreglur fyrir tónlistardeild Auðarskóla

, sem samþykktar voru nú nýlega í sveitarstjórn Dalabyggðar og hinsvegar

nýtt umsóknareyðublað fyrir tónlistarnám

, sem byggir á nýjum verklagsreglum og

nýrri gjaldskrá fyrir tónlistarnámið.

Skólastjóri