Tónleikar

admin

​Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir tónleikum fimmtudagskvöldið 14. Apríl 2016 klukkan 20:00 í Dalabúð. ​ ​Viðburðurinn er liður í söfnun nemenda fyrir skólaferðalagi til Danmerkur. Aðgangseyrir 1.000 kr. ATH: enginn posi á staðnum

Stærðfræðikeppni

admin Fréttir

Hin árlega stærðfræðikeppni var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 11. mars síðastliðinn. Haldin var undankeppni innan Auðarskóla og voru þrír nemendur sem fóru úr unglingadeildinni í keppnina einn úr hverjum árgangi. Keppendurnir voru Eydís Lilja, Benedikt Máni og Steinþór Logi. Allir keppendur Auðarskóla lentu í efstu 15 sætum innan síns árgangs en Steinþór Logi Arnarsson lenti í 2. Sæti.

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

admin Fréttir

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …

Öskupokagerð

admin Fréttir

Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins  og nemenda á efsta stigi.   Það verður gleði og glaumur á öskudaginn!

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

admin

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla.  Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal.  Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur .  Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri.  Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is ​ Við leitum …

Vefsíða Auðarskóla

admin Fréttir

Vefsíða Auðarskóla er greinilega  mikið notuð.  Samkvæmt yfirliti af vefsvæðinu, sem mælir umferð og heimsóknir á síðuna,  eru daglegar flettingar á síðunni að rokka til og frá á bilinu 200 – 800.  Meðaltalið síðastliðinn mánuð er því um 400 flettingar á dag sem gera 12.000 flettingar á mánuði.  Miðað við þennan fjölda og niðurstöður úr innra mati skólans þar sem …

Árshátíð grunnskóladeildar Auðarskóla

admin

Þann 17. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal.  Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.  Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir. Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Miðaverð verður kr.  700 á mann fyrir 6 ára og eldri. ​​ Það er von okkar …

Stjórn nemendafélags Auðarskóla

admin Fréttir

Kosið hefur verið í stjórn nemendafélags Auðarskóla fyrir skólaárið 2015-2016.Eyrún Eik Gísladóttir var kjörin formaður nemendafélagsins.Sigrún Ósk Jóhannesdóttir var skipaður gjaldkeri og varaformaður og Lydía Nína Bogadóttir ritari og varagjaldkeri.  Þá er Birta Magnúsdóttir einnig varagjaldkeri og Árni Þór Haraldsson vararitari.  Fulltrúar í skólaráði Auðarskóla eru Helgi Fannar Þorbjarnarson og Erna Hjaltadóttir.Varamenn stjórnar nemendafélagsins eru Þórey Hekla Ægisdóttir, Dagur Þórarinsson og …

Öskudagur nálgast

admin

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð, miðvikudaginn 10. febrúar, öskudag, klukkan 16:00. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og þann sem heldur sér best í karakter, og eitthvað fleira skemmtilegt. Allir velkomnir Kveðja Stjórn foreldrafélagsins