Dagur íslenskrar tungu

adminFréttir

Í tilefni dags íslenskrar tungu komu fjórir nemendur úr sjöunda  bekk og lásu fyrir leikskólabörnin. Heimsókn sem þessi er afar kærkomin og setur lit á daginn fyrir alla. Starfsfólk leikskólans

AFS Skiptinemar í Auðarskóla veturinn 2016-2017

adminFréttir

Þriðja árið í röð hýsir Auðarskóli í Dölum skiptinema á vegum skiptinemasamtakanna AFS sem gerir skólann okkar nú einn af stærri samstarfsaðilum AFS á Íslandi.  Ber því að fagna hversu opnar fjölskyldur í Dölum eru fyrir því að opna heimili sín fyrir unglingum frá ólíkum menningarheimum og gefa af sér til þessara fósturbarna sinna sem koma allstaðar að úr heiminum. …

Tónleikar

admin

​Nemendur unglingadeildar Auðarskóla standa fyrir tónleikum fimmtudagskvöldið 14. Apríl 2016 klukkan 20:00 í Dalabúð. ​ ​Viðburðurinn er liður í söfnun nemenda fyrir skólaferðalagi til Danmerkur. Aðgangseyrir 1.000 kr. ATH: enginn posi á staðnum

Stærðfræðikeppni

adminFréttir

Hin árlega stærðfræðikeppni var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 11. mars síðastliðinn. Haldin var undankeppni innan Auðarskóla og voru þrír nemendur sem fóru úr unglingadeildinni í keppnina einn úr hverjum árgangi. Keppendurnir voru Eydís Lilja, Benedikt Máni og Steinþór Logi. Allir keppendur Auðarskóla lentu í efstu 15 sætum innan síns árgangs en Steinþór Logi Arnarsson lenti í 2. Sæti.

Nemendafélagið safnar fyrir Lúkas

adminFréttir

Núna á skírdag var hin árlega félagsvist haldin í Tjarnarlundi á vegum nemendafélagsins. Félagsvistin var ágætlega sótt og spilað var á 13 borðum sem gera 52 manns. Nemendafélagið ákvað að allur ágóði kvöldsins rynni í söfnun sjúkraflutningamanna fyrir hjartahnoðtækinu „Lúkasi“. Föstudaginn 25. apríl komu tveir sjúkraflutningamenn og tóku við 50.000 kr. auk þess sem þeir sýndu unglingadeildinni brot af tækjabúnaði …

Öskupokagerð

adminFréttir

Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins  og nemenda á efsta stigi.   Það verður gleði og glaumur á öskudaginn!

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

admin

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla.  Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal.  Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur .  Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri.  Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is ​ Við leitum …

Vefsíða Auðarskóla

adminFréttir

Vefsíða Auðarskóla er greinilega  mikið notuð.  Samkvæmt yfirliti af vefsvæðinu, sem mælir umferð og heimsóknir á síðuna,  eru daglegar flettingar á síðunni að rokka til og frá á bilinu 200 – 800.  Meðaltalið síðastliðinn mánuð er því um 400 flettingar á dag sem gera 12.000 flettingar á mánuði.  Miðað við þennan fjölda og niðurstöður úr innra mati skólans þar sem …

Árshátíð grunnskóladeildar Auðarskóla

admin

Þann 17. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal.  Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.  Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir. Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Miðaverð verður kr.  700 á mann fyrir 6 ára og eldri. ​​ Það er von okkar …