Skólaliða vantar tímabundið í 50% starf í mötuneyti Auðarskóla í Dalabúð. Starfið fellst í aðstoð í eldhúsi, þrifum og gæslu. Um er að ræða vinnu í fjórar vikur frá og með 4. mars næstkomandi. Að lokinni afleysingu í mötuneytinu er möguleiki á afleysingavinnu í öðrum deildum Auðarskóla. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið …
Tölvuver skólans uppfært
Undanfarin þrjú ár hefur verið keyrður svo kallaður „multipower server í tölvuverinu“. Það þýðir að ein öflug tölva stýrir mörgum skjám og lyklaborðum. Í raun hefur undanfarið aðeins verið ein ofurtölva í verinu með 15 skjám, lyklaborðum og músum. Því er ekki að leyna að þetta kerfi hefur verið viðkvæmt og þungt í keyrslu og of oft haft hamlandi áhrif …
Nemendur í Auðarskóla keppa í forritun
Dagna 11. og 13. nóvember kepptu nemendur á unglinga- og miðstigi í Alþjóðlegu Bebras-áskoruninni. Bebras-áskorunin er fjölþjóðleg áskorun fyrir nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri. Keppendur eru frá um 50 löndum og yfir 500 þúsund. Ísland er að taka þátt í fyrsta skipti og er Auðarskóli einn af 8 skólum á Íslandi sem taka þátt. Keppendur í Auðarskóla í ár voru 5 …
Fjölgun í Auðarskóla
Nokkur fjölgun er á milli ára í grunnskóladeild Auðarskóla og er fjöldinn nú að nálgast þá skemmtilegu tölu 100, en nemendur í upphafi skólaárs eru 98. Einu sinni hafa verið fleiri nemendur í grunnskólanum í Búðardal og þá voru þeir 99. Hér fylgir yfirlit yfir aldurskiptingu nemenda: Yngsta stig 1. bekkur 12 Umsjónarkennarar: Þórdís Edda Guðjónsdóttir 2. bekkur …
Skólasetning 2015
Föstudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir: Kl. 09.50 Yngsta stig (nemendur fæddir 2009, 2008, 2007, og 2006) Kl. 10.10 Miðstig (nemendur fæddir 2005, 2004 og 2003) Kl. 10.30 Elsta stig (nemendur fæddir 2002, 2001 og 2000) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig. Eftir samveru …
Auðarskóli hlýtur styrk
Auðarskóli hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði að upphæð 500.000 kr. til að vinna að þróunarverkefninu “ Opið áhugasviðsval“ Verkefnið hófst sem tilraunarverkefni í ágúst 2013 en þetta skólaár hefur það verið formgert meira og því stillt upp sem formlegu þróunarverkefni. Verkefnastjóri þróunarverkefnisins er Linda Traustadóttir kennari. Í stuttu máli er um að ræða tvo tíma á viku þar sem nemendur …
Gleðilegt nýtt ár
Auðarskóli óskar öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðin ár. Nokkrar breytingar eru í stofnuninni frá og með þessum áramótum þar sem Eyjólfur Sturlaugsson, sem verið hefur skólastjóri Auðarskóla frá stofnun hans árið 2009, lét af störfum sem skólastjóri nú um þessi áramót. Settur skólastjóri þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn er Þorkell Cýrusson (keli@audarskoli.is). Staðgengill skólastjóra er …
Myndmennt í Samkaup
Kæru nemendur og foreldrar. Nemendur 8.bekkjar, ásamt þeim Lily og Martin, hafa fræðst lítillega um Tryggva Magnússon teiknara og skoðað myndir eftir hann. Þau unnu blýantsteikningar af jólasveinum/jólakettinum og afraksturinn má sjá í Samkaupum. Myndirnar fá að hanga þar yfir hátíðarnar. Bestu kveðjur, María.
Jólatónleikum frestað
Jólatónleikum tónlistardeildarinnar, sem vera áttu kl. 17.00 í dag, verður frestað vegna veðurs til 14.01.2016. Skólastjóri