Á aðalfundi Foreldrafélags Auðarskóla þann 15. september 2015 var kjörin ný stjórn. Í nýrri stjórn eru Björt Þorleifsdóttir formaður, María Hrönn Kristjánsdóttir gjaldkeri, Jónína Kristín Guðmundsdóttir ritari, Emilía Lilja Gilbertsdóttir meðstjórnandi og Baldur Þórir Gíslason meðstjórnandi. Varamenn stjórnar eru Harpa Sif Ingadóttir og Ásdís Kr. Melsted. Þórey Björk Þórisdóttir gaf áfram kost á sér til næstu tveggja ára sem fulltrúi …
Stjórn nemendafélags Auðarskóla
Kosið hefur verið í stjórn nemendafélags Auðarskóla fyrir skólaárið 2015-2016. Eyrún Eik Gísladóttir var kjörin formaður nemendafélagsins. Sigrún Ósk Jóhannesdótti r var skipaður gjaldkeri og varaformaður og Lydía Nína Bogadóttir ritari og varagjaldkeri. Þá er Birta Magnúsdóttir einnig varagjaldkeri og Árni Þór Haraldsson vararitari. Fulltrúar í skólaráði Auðarskóla eru Helgi Fannar Þorbjarnarson og Erna Hjaltadóttir . Varamenn stjórnar nemendafélagsins eru …
Mikið lesið á miðstigi
Á miðstigi er lestrarátak í gangi sem kallast Lestrarátak Ævars vísindamanns. Þá fá nemendur lesmiða sem gildir fyrir þrjár bækur. Kennari eða foreldrar kvitta þegar búið er að fylla út miðann, honum er skilað inn til kennara og nemendur fá nýjan miða. Átakið er í gangi til 1. febrúar 2015, þá verða miðarnir sendir til Ævars og lenda þar í …
Tónlistarnám í Auðarskóla
Næstu daga geta foreldrar skráð börn sín í tónlistardeild Auðarskóla. Skráningu skal ljúka fyrir 27. ágúst. Áætlað er að kennsla í deildinni hefjist fimmtudaginn 28.ágúst. Kennarar við deildina eru þeir Ólafur Einar Rúnarsson og Jan Michalski. Verklagsreglur tónlistardeildar er að finna hér.Gjaldskrá tónlistardeildar er að finna hér.Umsóknarblað fyrir tónlistarnám er hægt að nálgast hér eða hjá umsjónarkennurum í skólanum og …
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 15. september kl. 20:00 Dagskrá: Kosning fundarstjóra og fundarritara Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs Lagabreytingar Kosningar. Stjórnarkjör, og kosning fulltrúa í fræðslunefnd og skólaráð ef þörf er á. Önnur mál Foreldrafélag Auðarskóla er sameiginlegt foreldrafélag fyrir …
AFS Skiptinemar í Dalabyggð veturinn 2015-2016
AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem byggja á óformlegri og formlegri menntun. Þátttakendur stunda skóla og kynnast nýrri menningu. Þátttakendur dvelja og sækja skóla í tæpt ár eða skemur í öðru landi. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla, þeir eru …
Staðarhólsbók í Auðarskóla
Þann 20. maí kom Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnakennari hjá Árnastofnun, í heimsókn með handrit Staðarhólsbókar í farteskinu. Handritið dregur nafn sitt af Staðarhóli í Saurbæ, þaðan sem Árni Magnússon fékk það. Svanhildur kynnti fyrir nemendum á miðstigi íslensku skinnhandritin og fræddi okkur um handverkið við gerð og ritun handritanna. Nemendurnir fengu svo að skrifa eigin ‘handrit’ með fjöðurstaf og jurtableki á bókfell …
Þemadagarnir 26. – 28. febrúar
Dagana 26. – 28. febrúar verða þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla. Þema ársins er „íþróttir“. Að vanda er fjölbreytileikinn i fyrirrúmi á þemadögum. Ýmsar nýjar íþróttagreinar verða hannaðar, Einar Daði Lárusson og Ragnhildur Skúladóttir koma i heimsókn frá ÍSÍ og haldnir verða Auðarskólaleikar. Þessa daga riðlast nokkuð tímaskipulag og hefðbundin stundatafla er lögð til hliðar um stund. Því hafa verið sett …
Þemadagar
Dagana 11. – 13. febrúar verða árlegir þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla. Þemað er „Sagan í Dölum“. Nemendum og starfsmönnum hefur verið skipt niður í hópa, sem hafa verið að störfum síðustu tvær vikurnar til að undirbúa þemavinnuna. Að þessu sinni verður þemað afrakstursmiðað. Í lok þemadagana verður opið hús og þar verður foreldrum og gestum boðið að heimsækja skólann frá kl. 11.00 á föstudag …
Myndlistasýning
Nú stendur yfir myndlistasýning nemenda úr 8. bekk í Leifsbúð. Nemendur völdu sjálfir verk eftir valinn listamann/konu. Því næst prentuðu þeir út mynd af verkinu, staðsettu myndina á striga og stækkuðu hana. Þeir áttu að ímynda sér hvernig myndin gæti hafa litið út, mála viðbótina og reyna að ná litum og áferð frummyndarinnar eftir bestu getu. Myndirnar verða til sýnis …