Í Auðarskóla hafa nemendur á öllum stigum og leikskólanum unnið þemaverkefni í vikunni sem tengist hrekkjavökunni með einum eða öðrum hætti. Á morgun verður síðan hápunktur þeirrar vinnu og höfum við ákveðið að halda búningadag í öllum skólanum, leik- og grunnskóla. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að mæta í búningum á morgun. Fylgihlutir og vopn skulu samt sem áður …
Er tiltekt í vændum ? Auðarskóli tekur á móti allskonar efnivið
Best er að koma á skólatíma með dót í neðra hol skólans og ritari tekur á móti því. Með fyrirfram þökkum Auðarskóli
Farsældarsáttmálinn undirritaður í Auðarskóla
Miðvikudaginn 18. október var haldinn fundur um Samvinnu barnanna vegna fyrir foreldra í sveitarfélaginu. Skiptir samvinna foreldra máli fyrir farsæld barna? Hvað get ég lagt af mörkum til að auka vellíðan barna í mínu nærsamfélagi? Góð mæting var á fundinn og fór fram gróskumikil vinna og umræður um málefni barna. Öll sem mættu var skipt uppí hópa og löguðu fram nokkur gildi …
Pastadagur á leikskólanum
Haldið var uppá alþjóðlegan pastadag í leikskólanum þann 17. október. Nemendur fengu að leika sér með litað pasta í skynjunarleikjum og verkefnum. Nemendur voru mjög ánægð með pastadaginn og þá sérstaklega að geta smakkað á því 😀
Gaman á smiðjuhelgi
Mikið stuð var á fyrstu smiðjuhelgi skólaársins þegar unglingastig heimsótti Kleppjárnsreyki ásamt nemendum úr samstarfsskólum. Nemendur voru búin að skrá sig í smiðjur og unnu í þeim allan föstudag frá kl. 14- 18 síðan var matur, sund og frjáls tími. Daginn eftir hélt vinna áfram í smiðjum og deginum lauk kl 14 með kynningum á því sem þau höfðu gert …
Haustþema á leikskólanum
Nemendur Tröllakletts hafa undanfarnar vikur verið að vinna með þemað haustið. Málað myndir, farið í vettvangsferðir og skoðað náttúruna í haustlitunum. Réttir og sveitastörf hafa einnig litað umræðurnar hjá krökkunum og ljóst er að mikil spenna fylgir haustverkunum á sveitabæjum okkar samfélags og börnin fá að taka þátt og fylgast með. Á einni mynd hér að neðan má sjá verkefni …
Hönnunarsamkeppni á miðstigi
Lítið hönnunarverkefni var á miðstigi síðustu viku. Nemendur fengu það verkefni að hanna matseðil fyrir veitingastað. Flestir notuðu forritið Canva til uppsetningar og fengu þrjá daga til að vinna að verkefninu. Þeir sem það vildu sendu matseðilinn sinn í samkeppni hjá veitingastað í bænum. Tveir matseðlar voru valdir bestir og verða notaðir fyrir viðskiptavini í a.m.k. eina viku. Sigurvegararnir fengu …
Spennandi ensku verkefni á miðstigi
Miðstig Auðarskóla er núna í vetur í samstarfsverkefni í enskunámi með 18 öðrum löndum. Í vetur munu nemendur leysa margskonar og fjölbreytt verkefni sem hluta af enskunáminu. Samstarfslöndin okkar eru öll með annað móðurmál en ensku og mjög mismunandi getu í ensku. Sumir notast meira að segja við annað letur. Verkefnum er skilað rafrænt vefsíðu Evrópuráðsins – ETwinning. Fyrsti hlutinn …
Tækni lota hafin
Í dag 9. október hefst vinna í nýrri samþættingarlotu á öllu grunnskólastiginu. Nemendur vinna margvísleg verkefni með það að marki að auka hæfni til að beita gagnrýnu hugarfari og greina upplýsingar. Áherlsan er á ábyrga borgarar í netvæddu samfélagi og hvernig við berum öll ábyrgð á því saman. Unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og sérstaklega unnið með markmið 1 …
Nýir rekstraraðilar taka við mötuneytinu
september síðastliðin tók Vínlandssetrið ehf. við rekstri á mötuneyti skólans. Þar eru þrír starfsmenn sem sjá um starfsemina. Ragga, Justyna og Szymon Fjórir nemendur á miðstigi fóru á stúfanna og tóku viðtal við Röggu og Justynu. Viðtalið má lesa hér að neðan. Róbert Orri Viðarsson tók viðtalið, Nadía Rós Arnardóttir var tæknimaður, Aðalheiður Rós Unnsteinsdóttir og Jökull Sigurðsson sömdu spurningar. …