Umferðafræðsla fyrir  yngstu börnin

admin

Nemendur á yngsta stigi og elstu nemendur í leikskólanum skemmtu sér vel þegar þeir horfðu á leikritið um Ellu umferðartröll sem sýnt var í leikskólasalnum í dag. Leikritið fjallaði um tröllastelpu sem þurfti að bregða sér til byggða og hittir Benna. Þau lentu í ýmsum ævintýrum í umferðinni og þá kom í ljós hvað mikilvægt er að kunna umferðarreglurnar. Börn og …

Góð heimsókn

admin

Í dag urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá heimsókn frá Heiðaskóla í Hvalfjarðarsveit.  Það voru 25 starfsmenn grunnskóla-deildar, sem mættu á svæið. Gestirnir skoðuðu skólann, fræddust um skólastarfið og spjölluðu við nemendur og starfsmenn. Skólarnir tveir eru um margt líkir.  Þeir eru báðir samreknir og eru staðsettir í sveitarfélögum sem hafa svipaðan íbúarfjölda.  Þeir geta því örugglega notfært sér …

Leiksýning í Búðardal

admin

Möguleikhúsið kemur í Búðardal þriðjudaginn 5. nóvember og setur upp  sýninguna Ástarsaga úr fjöllunum fyrir yngsta stigið í skólanum og leikskólann. Leikritið, sem verður sýnt í Dalabúð, byrjar kl. 13:30 og tekur um 45 mínútur.  Öll börn ná skólabíl heim. Sýningin er í boði foreldrafélags Auðarskóla.

Tónfundi flýtt

admin

Tónfundi í tónlistarskólanum, sem vera átti kl. 14.30 á fimmtudag verður flýtt vegna mikilvægs fundar hjá skátafélaginu á sama tíma.  Tónfundurinn hefst því kl. 13.40.

Netnotkun barna og unglinga

admin

Fyrirlestur verður  í Dalabúð um netnotkun barna og unglinga þriðjudaginn 29. október kl 20:00 Guðberg K. Jónsson verkefnastjóri hjá SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) mun flytja erindið ‘Internetið: Jákvæð og örugg notkun barna og unglinga’. Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein …

Fyrstu tónfundir vetrarins

admin

Fyrstu tónfundir vetrarins verða í tónlistarskólanum 30. og 31. okt. Þann 30. verða það nemendur úr     1. – 4. bekk sem koma fram og síðari daginn verða það nemendur úr 5. – 10. bekk sem troða upp. Báðir tónfundirnir hefjast kl. 14.30 og eru foreldrar barna í tónlistarnámi hjartanlega velkomnir.

„Dúkkudagar“

admin

Verkefnið „hugsað um barn“ er enn í fullum gangi.  Þátttaka nemenda í 9. og 10. bekk er góð og vel hefur gengið.  Við höfum nú sett inn á myndasvæði skólans  nokkrar myndir frá verkefninu, sem Steinunn Matthíasdóttir tók. Slóðin hér.

Fyrsti sundtíminn í Búðardal

admin

Gamla sundlaugin í Búðardal  er nú tilbúin eftir endurbætur.  Það voru strákarnir á miðstigi, sem voru fyrstir til að synda í lauginni. Strákarnir hafa beðið sundlaugarinnar um skeið og voru kátir með  að fá að vígja hana.

Forvarnarverkefnið „hugsað um barn“.

admin

Þann 14. október hefst verkefnið formlega með fundi sem haldinn verður í skólanum      kl. 17.30.  Fundurinn er ætlaður foreldrum og nemendum barna í 9. – 10. bekk.  Á fundinn mætir Ólafur  G. Gunnarsson sálfræðingur en hann er umsjónarmaður verkefnisins. Þegar fundi lýkur fá allir nemendur brúðu (ungbarnahermi) sem verður í þeirra umsjón í ca. 50 klukkustundir.  Nemendur  hugsa um  brúðurnar …

Vinaliðaverkefnið

admin

Vinaliðar skólans hafa nú undanfarnar vikur undirbúið leiki í frímínútum.  Verkefnið hefur farið vel af stað og fjöldi nemenda tekið þátt í leikjunum.  Nú er verkefnastjórinn Kristján Meldal búinn að opna sérstakan vef þar sem fylgjast má með gangi mála og kynna sér leikjaskipulag. Hér til hliðar er hnappur merktur „vinaliðaverkefnið“.  Smellið þar til að komast inn á vefinn.