Gamla sundlaugin í Búðardal er nú tilbúin eftir endurbætur. Það voru strákarnir á miðstigi, sem voru fyrstir til að synda í lauginni. Strákarnir hafa beðið sundlaugarinnar um skeið og voru kátir með að fá að vígja hana.
Forvarnarverkefnið „hugsað um barn“.
Þann 14. október hefst verkefnið formlega með fundi sem haldinn verður í skólanum kl. 17.30. Fundurinn er ætlaður foreldrum og nemendum barna í 9. – 10. bekk. Á fundinn mætir Ólafur G. Gunnarsson sálfræðingur en hann er umsjónarmaður verkefnisins. Þegar fundi lýkur fá allir nemendur brúðu (ungbarnahermi) sem verður í þeirra umsjón í ca. 50 klukkustundir. Nemendur hugsa um brúðurnar …
Vinaliðaverkefnið
Vinaliðar skólans hafa nú undanfarnar vikur undirbúið leiki í frímínútum. Verkefnið hefur farið vel af stað og fjöldi nemenda tekið þátt í leikjunum. Nú er verkefnastjórinn Kristján Meldal búinn að opna sérstakan vef þar sem fylgjast má með gangi mála og kynna sér leikjaskipulag. Hér til hliðar er hnappur merktur „vinaliðaverkefnið“. Smellið þar til að komast inn á vefinn.
Skipulagsdagur í Auðarskóla
Mánudaginn 7. október er skipulagsdagur í Auðarskóla. Engin kennsla er þennan dag og leikskólinn lokaður. Starfsemi skólans hefst aftur samkvæmt áætlunum þriðjudaginn 8. október.
Ljósmyndavalið
Í ljósmyndavali kynnast nemendur eigin myndavélum og fá tækifæri til að læra á og nota DSLR vél skólans. Þá verður áhersla lögð á að skilja undirstöðu ljósmælingar þar sem unnið er með hraða, ljósop og ISO. Einnig verður farið í myndbyggingu, mismunandi nálgun á viðfangsefnum, myndvinnslu o.fl. Unnið verður með þemu þar sem nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og …
Frá aðalfundi foreldrafélagsins
Nú er fundargerð frá aðalfundi foreldrafélagsins 2013 komin á vefsvæði skólans. Slóðin á fundargerðina er hér .
Frestun móts
Frjálsíþróttamóti sem vera átti á morgun (11.sept.) í Borgarnesi hefur verið frestað um óákveðinn tíma af mótshaldara vegna óhagstæðara veðurskilyrða.
Utanlandsferðin góða
Nú er búið að setja rúmlega 60 myndir frá utanlandsferð eldri nemenda, síðastliðið vor til Danmerkur, inn á myndasvæði skólans. Myndirnar eru flestar teknar af nemendum sjálfum. Sjá Hér að ofan er mynd af nemendahópnum á góðri stund fyrir framan Tívolí.
Stjórn nemendafélags Auðarskóla
Eftirfarandi sjö nemendur skipa nýja stjórn nemendafélagsins: Formaður kosinn beinni kosningu allra nemenda í 8. – 10. bekk Einar Björn Þorgrímsson 9. bekk 10. bekkur Hlynur Snær Unnsteinsson Sindri Geir Sigurðsson Varamaður : Kristín Þórarinsdóttir 9. bekkur Ríkharður Eyjólfsson Einar Björn Einarsson Varamaður : Steinþór Logi Arnarsson 8. bekkur Lydía Nína Bogadóttir Eydís Lilja Kristínardóttir Varamaður : Helgi Fannar Þorbjörnsson …
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnsskólanum kl. 20.00 mánudaginn 9.september næstkomandi. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins. 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs. 4. Lagabreytingar, ef ástæða þykir til. 5. Kosningar. Stjórnarkjör, kosning fulltrúa í fræðslunefnd og kosning tveggja fulltrúa í skólaráð. …