Yngsta stig Nemendum er skipt í tvo hópa (14 og 15 nem.) og hóparnir skiptast á námskeiðin „tafl“ og „112“. Hóparnir sameinast þegar kemur að leikjanámskeiði hjá Jörgen. 15-20 mínútur í kynningu með nemendum, skipta í hópa og fl. Fyrsta lotan er fram að morgunmat (TAFL/112) Önnur lota byrjar kl. 10:10 JÖRGEN – ALLIR SAMAN Þriðja lotan byrjar kl. 11:10 …
Skólaferðalög yngri deilda fimmtudaginn 30.05
Yngsta stig 08:40 lagt af stað úr Búðardal til Hvammstanga. 09:40 Ávaxtatími. 10:00 Selasetur. 10:30 Lagt af stað í selaskoðun Svalbarð/Illugastaðir. 12:00 Gott nesti. 12:50 Mæting í sund á Reykjaskóla. 14:20 Pizzur á Staðarskála. 15:20 Brottför frá Hrútafirði. 16:00 Heimkoma í Búðardal. Miðstig Lagt verður af stað frá skólanum kl. 8:30 og stefnan sett á Hvammstanga. Við tökum með okkur …
Tóbakslausir bekkir í Auðarskóla
„Tóbakslaus bekkur“ er árleg samkeppni á vegum lýðheilsustöðvar. Þar gefst nemendum í 7. og 8. bekk að taka þátt með því að staðfesta fimm sinnum yfir veturinn að bekkurinn séu tóbakslaus og svo er frjálst hvort nemendur sendi inn lokaverkefni. Að þessu sinni sendu bæði 7. og 8. bekkur Auðarskóla inn lokaverkefni. Nemendur lærðu ýmislegt af þessu verkefni og voru …
Breytingar á umsjónarhópum
Undanfarna áratugi hafa nemendur verið í umsjónarhópum sem samanstanda af einum eða tveimur árgöngum (bekkjum). Undanfarin ár hafa bekkjardeildir verið á bilinu 6 – 7. Skólaárið 2013 – 2014 verður horfið frá þessu fyrirkomulagi og búnir til umsjónarhópar á hverju stigi fyrir sig. Á yngsta stigi verða þrír umsjónarhópar, á miðstigi verða tveir umsjónarhópar og á efsta stigi verða tveir …
Eineltisverkefni
Í Auðarskóla eru reglulega haldnir bekkjarfundir í lífsleikni og þar hefur umræðan um einelti skipað stóran sess. Nemendur í 2.-3. bekk voru að leggja lokahönd á plakat sem unnið var í tengslum við það verkefni. Ákveðið var að vinna út frá slagorði sem nemendur völdu sér og því var svo komið fyrir á spjöldum ásamt mynd af eineltishringnum. Slagorð hópsins …
Skóladagatöl
Skóladagatöl fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefinn. Um er að ræða bæði leikskóladagatal og sameiginlegt skóladagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild. Hér má finna dagatölin.
Auðarskóli með viðamikið átak í fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Í október 2012 var efnt til málþinga víða um land undir kjörorðunum „Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.“ Verkefnið er liður í sáttmála Evrópuráðsins sem Ísland er aðili að. Fulltrúi frá Auðarskóla sótti ráðstefnuna og hefur síðan verið tengiliður skólans gagnvart verkefninu. Í vetur hafa bæði starfsfólk og nemendur Auðarskóla fengið fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er og …
Dagur bókarinnar í leikskólanum
Í dag er daguri bókarinnar. Að því tilefni komu Skúli og Dídí í heimsókn til okkar á leikskólann. Þau sýndu börnunum gamlar bækur, m.a. biblíu frá 19.öld. Síðan lásu þau upp úr bókum, Skúli fyrir börnin á Álfadeild og Dídí fyrir börnin á Bangsadeild. Vakti heimsókn þeirra mikla ánægju og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Kveðja úr leikskólanum.
Góður árangur
Þann 10.april fóru fram í Borgarnesi úrslit stóru upplestrarkeppninnar á svæði samstarfsskólanna á Vesturlandi. Keppendur, sem allir komu úr sjöunda bekk, voru 11 talsins og komu frá fimm skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur Auðarskóla þau Helga Dóra Jóhannsdóttir og Björgvin Ásgeirsson stóðu sig með stakri prýði. Þegar úrslit keppninnar voru kynnt kom í ljós …
Góður árangur
Steinþór og Benedikt Niðurstöður úr stærðfræði-keppninni 2013 voru glæsilegar fyrir Auðarskóla. Tveir keppendur voru í topp tíu í sínum árgangi. Steinþór Logi Arnarsson var í 3. sæti í 8. bekk og Benendikt Máni Finnsson var í 7.-8. sæti í 9. bekk. Auðarskóli hefur sótt keppnina allflest árin sem hún hefur verið haldin og Benedikt og Steinþór eru komnir í fríðan …