Kvenfélagið Fjólan gefur spjaldtölvur

admin

Stjórn Fjólunnar með skólastjóra Kvenfélagið Fjólan gaf á dögunum grunnskóladeild skólans sex 10″ spjaldtölvur af gerðinni Point of View.  Það var stjórn Fjólunnar sem afhenti skólastjóra tölvunar á stóru upplestrarkeppninni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjólan styður skólann, en félagið hefur áður gefið leikskólanum og tónlistarskólanum rausnarlegar gjafir og verið bakhjarl skólastarfs í Dölum um árabil.  Kvenfélaginu er …

Stóra upplestrarkeppnin 

admin

Í dag fór fram stóra upplestrar-keppnin í Auðarskóla.  Það voru nemendur í 7. bekk sem reyndu með sér í góðum upplestri. Allir nemendur bekkjarins tóku þátt og stóðu sig með prýði. Sigurvegari varð Björgvin Óskar Ásgeirsson og í öðru sæti varð Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir.  Eydís Lilja Kristínardóttir varð svo  í þriðjasæti.  Þau Björgvin og Helga Dóra munu svo keppa …

Tónfundi yngri barna frestað

admin

Tónfundi yngri nemenda sem vera átti í dag í tónlistarskólanum er frestað um óákveðinn tíma.

Danssýning 2012 – myndir

admin

Myndir frá danssýningunni í desember komnar inn á vefsvæði skólans. Sjá slóðina

Myndir úr hauststarfi 

admin

Nú hafa 40 myndir úr hauststarfi grunnskóladeildar verið settar inn í myndasafn skólans á netinu.  Þetta eru myndir úr ýmsum áttum.  Slóðin á myndirnar er hér.

Konudagskaffi á mánudaginn 25.feb

admin

Næstkomandi mánudag verður konudagskaffi í leikskólanum. Allar mömmur og ömmur barnanna eru velkomnar í kaffi til okkar og hefst sú stund kl. 9.30 og stendur til kl.10.15. Boðið verður upp á dýrindis skúffuköku og kaffi. Vonandi sjáum við sem flestar og hlökkum til heimsóknarinnar.

Úti-diskó og skátar í heimsókn

admin

Í dag var heldur betur fjör í leikskólanum. Í útivistinni í morgun var haldið úti-diskótek við mikinn fögnuð allra. Mikið hamast og dansað í pollagöllum! Eftir hádegið komu svo nokkrar skátastúlkur í heimsókn til okkar að gera góðverk. Þær skiptu sér á deildirnar og höfðu ofan af fyrir börnunum eins og skátum er lagið. Nokkrar brugðu sér út til að …

Viðbygging leikskólans

admin

Viðbygging leikskólans rýkur upp þessa dagana, eins og sjá má á myndinni. Börnin hafa gaman af því að fylgjast með og eru forvitin um gang mála. Starfsfólk leikskólans er líka orðið spennt og sér fram á að geta flutt inn með vorinu. Þá losnar nú heldur betur um nokkur rými sem eru orðin þéttsetin. Kveðjur úr leikskólanum.

Samvinna leik- og grunnskóladeildar

admin

Í hverri viku hittast nemendur í 1. bekk í grunnskóla og skólahópur leikskólans í skemmtilegum verkefnum. Undanfarið hafa börnin verið að vinna með einingakubba, prisma, kapla- og legokubba. Áhersla er lögð á stærðfræði í samvinnunni og unnið hefur verið með nýrnabaunir og tölur og  skráningu þeirra. Einnig hefur verið unnið með plúsheiti talnanna 5 og 10 og 15. Margir eru orðnir …