Á öskudag verður hætt fyrr í grunnskólanum en venjulega. Áætlaður heimakstur er strax að loknum hádegisverði kl. 13.00. Hin árlega öskudagsskemmtun á vegum Foreldra- og Nemendafélsags Auðarskóla verður haldið í Dalabúð. Skemmtunin hefst kl.17 og kostar 500 kr. inn á fyrir 1.-10.bekk en einungis 300 kr. fyrir leikskólabörn. ENGINN POSI Á STAÐNUM!! Kaffi og vöfflusala á vegum Nemendafélagsins verður þegar …
Vasaljósadagurinn-Dagur leikskólans
Vasaljósadagurinn er í dag og byrjar vel. Einnig höldum við upp á dag leikskólans. Við byrjuðum daginn á því að fara í göngutúr í trjálundinn með vasaljósin okkar og prófuðum að leika okkur með ljósin. Áfram verður svo haldið með myndavarpa og skuggamyndir. Allir eru kátir yfir ljósleysi morgunsins og vakti kátínu að þurfa að klæða sig í útifötin í rökkrinu. „Hvar …
Skotland 2011
Út er komin skýrsla um ferð starfsfólks Auðarskóla til Skotlands vorið 2011. Í skýrslunni er heimsóknum í hina ýmsu skóla lýst og greint frá því markverðasta sem starfsfólk upplifði. Skýrslan geymir einnig fjölda mynda. Slóð hér.
Námsvaka Auðarskóla
Námsvaka Auðarskóla er áheitasöfnun til styrktar unglingastarfi skólans. Nemendur 8.-10. bekkjar ætla að hafa sólarhrings námsmaraþon 24.- 25. janúar. Stíf dagskrá er en námsmaraþon gengur út á að læra. Uppsettri dagskrá þarf að fylgja og vinnulotur eru fráteknar fyrir bókarlærdóm. Heimilt er að nýta síma/tónhlöður til náms ef notuð eru heyrnatól. Í pásum má ekki trufla þá sem eru að …
Sjálfsmatsskýrsla II
Önnur áfangaskýrsla Auðarskóla um sjálfsmat í skólanum er nú komin á netið. Í skýrslunni er að finna niðurstöður úr könnun á námskrá og skipulagi skólastarfsins. Einnig umbótaáætlanir síðasta árs, hluta af niðurstöðum úr ytra mati og frá skólaþingi. Slóðin hér.
Verndarar barna
Þann 02. janúar sátu allir starfsmenn leik- og grunnskóla námskeið á vegum samtakana Blátt áfram um kynferðislega misnotkun barna. Námskeiðið heitir Verndarar barna. Megninmarkmið fræðslunnar er að styrkja starfsmannahópinn til þess að þekkja og greina kynferðislega misnotkun og að vernda börn gegn slíkri vá. Auðarskóli mun í kjölfar skólans setja sér skýrari reglur er varðar samskipti, fræðslu og viðbrögð er …
Tónlist á Silfurtúni
Fimmtudaginn 13. desember heimsóttu nemendur tónlistardeildarinnar íbúa Silfurtúns og spiluðu þar og sungu undir stjórn Ólafs tónlistarkennara. Sigrún Ósk söng lagið hennar Írisar „Jól í Búðardal“ í bakröddum voru stöllurnar Erna, Marta og Birta, Þau Hafdís, Margrét og Bjartur léku lagið „Lofsyngið drottinn“ og síðast en ekki síst spilaði Kristófer Daði lagið „Við kveikjum einu kerti á“
Jólaföndur
Jólaföndursdagurinn var í grunnskóldeild Auðarskóla þann 10. desember. Nemendur unnu þá í jólastemmingu að því að útbúa fallega muni til jólahalds. Myndir frá deginum eru nú komnar inn á myndasvæði skólans. Slóð á myndasýningu hér.
Stækkun leikskólans
Nú á allra næstu dögum hefjast framkvæmdir við stækkun leikskólans. Á meðan á framkvæmdum stendur breytist aðgengi að leikskólanum. Verktaki mun girða byggingarsvæði alveg af og við það lokast sú leið sem börnin hafa farið á leiksvæði sitt utandyra. Eftir að framkvæmdir hefjast munu börnin ganga um sama andyri og áður en er ætlað að fara norður fyrir húsið en …