Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020

admin Fréttir

Picture

Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni.

Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður.

Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. Í 8. bekk hlutu þær Dagný Sara Viðarsdóttir og Katrín Einarsdóttir viðurkenningu. Í 10. bekk hlutu þeir Atli Hjaltason og Stefán Ingi Þorsteinsson viðurkenningu en Stefán varð jafnframt í 2. sæti síns árgangs. Þetta er alveg hreint frábær árangur og óskum við þeim öllum innilega til hamingju.