Sumarferð leikskólans

admin

Fimmtudaginn 12. júní fer leikskólinn í sína árlegu sumarferð.  Ferðaáætlunin er nú endanlega ákveðin.  Farið verður norður á Strandir  í fjöruna norður af Þorpum (ekki langt frá Hólmavík).  Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00.


Fyrsti áfangastaður er Sauðfjársetrið á Ströndum.  Litið verður á safnið, skoðaðir heimalingar og hænur. Snæddir  ávextir og  salernisaðstaðan nýtt áður en farið verður í fjöruna.


Mjög mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, með auka sokka.


Nesti, sem Katrín er svo væn að útbúa fyrir okkur; pizzasnúða, safa og ávexti, verður tekið með í bílana.


Þegar komið er til baka verður farið í leiki á leikskólalóðinni. Inga Heiða ætlar að lána leikskólanum  gæfa hesta;  þá Fönix og Lubba, og verður teymt undir þeim börnum sem það vilja.


Að leik loknum mun foreldrafélagið grilla fyrir okkur.


Þó svo foreldrar komist ekki í ferðina er allir velkomnir í leik og grill. Reiknað er með að vera komin til baka milli kl. 13.00 og 13.30.
Starfsfólk leikskólans