Í dag fékk Auðarskóli góða heimsókn. Tómas R. Einarsson tónlistarmaður mætti í skólann. Tómas, sem er uppalinn á Laugum í Sælingsdal, hafði með sér kontrabassa og spjallaði við nemendur og spilaði nokkur lög. Tómas fjallaði m.a. um ýmislegt sem tengist jassi en á þeim nótum hefur hann mikið spilað undanfarna áratugi. Miðvikudaginn 11. júní verður Tómas aftur á ferðinni og þá með heilt band með sér og spilar í Dalabúð.