Vorhátíð grunnskólans fór fram þann 3. júní með pomp og prakt. Veðurguðirnir buðu uppá hressandi norðanátt og 5 stiga hita en nemendur létu það ekki á sig fá og var gríðarlega gaman.
Vítaspyrnukeppni milli 10.bekkjar og starfsmanna er fastur liður á vorhátið og eins og vera ber halda starfsmenn skólans áfram að vera ósigrandi, þrátt fyrir harða keppni frá 10. bekk.
Blautdagskráin er einnig fastur liður, slökkviðlið Dalabyggðar setur upp froðurennibraut í hallanum fyrir neðan leikskólann og nemendur geta síðan farið í sundlaugina og hitað sig aðeins á milli ferða.
Tónlist, gleði, froða og bros.
kl 10:45 opnuðu matarvagnar elsta stigs. Nemendur undirbjuggu fjóra matarvagna með aðstoð starfsfólks og buðu öðrum nemendum og gestum að smakka hina ýmsu rétti
Bownies vagn: kökur og kókómjólk
Kandís: rjómaís, sósa og kandífloss
Los Pollos Hermanos: Taco með nauthakki og grænmeti
Shakes and smothies: nokkrar tegunir af sjeikum og drykkjum.
Gaman að sjá afrakstur nemenda í þessu samþætta verkefni þar sem mörg hæfniviðmið eru tengd í eitt verkefni.
Samvinnan og hjálpsemin í nemendum gerðu það að verkum að vel til tókst og allir fóru glaðir heim. Takk fyrir okkur elsta stig
Gleðilegt sumar og sjáumt hress og kát í haust.