Vorferð miðstigs 2020

adminMiðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við


okkur glaðan dag í lok skólaárs.Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um staðinn og nutum í mildum rigningarúðanum.Í hádeginu var slegið upp hamborgara- og pylsuveislu sem líktist helst hinni árlegu veislu mömmu Emils í Kattholti.Að áti loknu dýfðum nemendur sér í laugina, tóku sundtök og glensuðust smá.Lítið mál að eiga góðan dag með hópi sem er alltaf tilbúinn að hafa gaman, saman