Endurbætt smíðastofa

admin

Úr endurbættri smíðastofu – aðstaða fyrir málmsmíði í baksýn. Úr nýju afstúkuðu tækjarými – nýjar vélar Endurnýjun smíðastofu er gott sem er lokið.  Kennsla hófst aftur í smíðastofunni um miðjan október. Í raun hefur öll aðstaða og öryggi nemenda og kennara nú batnað til muna með breytingunum.  Salerni og sérstök aðstaða kennara hefur verið fjarlægð.  Komin er aðstaða til málmsmíði …

Enginn skólaakstur í dag

admin

Vegna veðurs er ekki skólaakstur í Auðarskóla í dag.  Leik-, og grunnskóli eru opnir og munu halda uppi þjónustu eins og kostur er.

Athugið tilkynning

admin

Heimakstri barna með skólabílum verður flýtt á öllum leiðum skólans í dag. Heimakstur verður kl.13.00 frá skólanum.  Skólahald verður áfram til 15.10 fyrir börn úr þorpinu.

Formlegt samstarf við Silfurtún

admin

Auðarskóli og Silfurtún eru sammála um að samvera barna og eldri borgara sé eftirsóknarvert, gefandi og þroskandi fyrir báða aðila. Í ljósi þess hafa stofnanirnar ákveðið að taka upp aukið og skipulagt samstarf. Eftirfarandi vörður eru hugsaðar sem grundvöllur samstarfsins: Leikskóli: Álfadeild eldri nemendur) koma mánaðarlega í heimsókn í Silfurtún og syngja fyrir heimilisfólk. Miðað er við að heimsóknir fari …

Tónfundir

admin

Miðvikudaginn 24. október verður tónfundur yngri nemenda (1. – 6. bekkir)  við tónlistarskólann.  Fundurinn hefst kl. 14.30 og munu nemendur þá koma fram og spila fyrir hvern annan og gesti.  Foreldrar og aðstandendur velkomnir.  Fundurinn verður í tónlistarskólanum. Þann 30. október verður svo tónfundur fyrir 7. – 10. bekki einnig kl. 14.30 og með sama sniði.

Frá tónlistardeildinni

admin

Frá því að Auðarskóli tók til starfa haustið 2009 hefur nám í tónlistardeildinni verið að þróast. Nokkrar breytingar hafa verið á samsettningu námsins og kennslu. Sem dæmi um slíkt má nefna að í dag er nám í tónfræði eitthvað sem allir nemendur stunda nú, en tónfærði var nánast ekki kennd árið 2009.  Nemendur  deildarinnar koma nú fram fyrir aðra helmingi …

Álfadeild á Silfurtún

admin

Börnin á Álfadeild fóru út á Silfurtún í dag til að syngja fyrir heimilisfólkið. Það var mjög gaman og er ætlunin að fara þangað einu sinni í mánuði. Móttökurnar voru góðar en börnin voru pínu feimin. Sum þeirra þorðu samt sem áður að kynna sig fyrir fólkinu; sögðu frá því hvað þau heita, hvar þau eiga heima og hverjir foreldrar …

Bangsadeild í hreyfistund

admin

Börnin á Bangsadeild eru dugleg að leika sér úti og eru þau hraust og spræk. Um daginn fengu þau að leika sér í grasinu og þúfunum fyrir ofan íþróttavöllinn niðrí dal. Þau veltu sér fram og til baka og fannst það mjög skemmtilegt. Síðan var ferð haldið áfram og stillt upp fyrir hópmyndatöku.

Starfsdagur 

admin

Ágætu foreldrar Mánudaginn 8. október verður starfsdagur í Auðarskóla samkvæmt skóladagatali. Starfsfólk leik- og grunnskóla verður í starfs- og kynnisferð á Akranesi. Ekkert skólahald verður þann daginn. Skólahald hefst aftur samkvæmt áætlunum þriðjudaginn 9. október. Skólastjóri

Tölvuvæðing í Auðarskóla

admin

Nýja tölvuverið í grunnskólanum Á árinu 2012 hófst umfangsmikil endurnýjun tölvubúnaðar í Auðarskóla ásamt aukinni tölvuvæðingu stofnunarinnar í heild. Stór hluti búnaðar var orðin mjög gamall eða allt að 10 ára. Eftirfarandi hefur verið gert í þeim málum : Deildir skólans; leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli, eru nú allar tengdar saman, með þráðlausu samgandi, á einn netþjón með sömu afritunarstöð og …