Álfadeild á Silfurtún

admin

Börnin á Álfadeild fóru út á Silfurtún í dag til að syngja fyrir heimilisfólkið. Það var mjög gaman og er ætlunin að fara þangað einu sinni í mánuði. Móttökurnar voru góðar en börnin voru pínu feimin. Sum þeirra þorðu samt sem áður að kynna sig fyrir fólkinu; sögðu frá því hvað þau heita, hvar þau eiga heima og hverjir foreldrar þeirra eru. Skemmtileg morgunstund hjá okkur!