Laus störf

admin

Starfsmaður leikskóla Laus er 100 % staða leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskóla Auðarskóla. Starfsmaðurinn starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir námskrá leikskólans. Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfshæfni, vera sveigjanlegur í starfi og með jákvæð lífsviðhorf. Ef umsækjandi er ekki með uppeldismenntun er æskilegt að hann hafi reynslu af umönnun og uppeldi barna. Áhugasamir hafi samband …

Sumarhátíð í leikskólanum

admin

Miðvikudaginn 13. júní var sumarhátíð leiskólans. Dagurinn hófst með  vorferð barna, foreldra og starfsmanna  á geitabúið Háafell í Hvítársíðu. Þar var yndislegt veður og skoðuðu börnin geitur af öllum stærðum og gerðum, léku sér  og borðu nesti. Geiturnar voru mjög gæfar og sýndi geithafurinn Prins gestum mikinn áhuga og þá sérstaklega nestinu þeirra.  Þegar heim var komið biðu okkar margir …

Heimsókn í hesthúsin

admin

Í lok maí bauð hestamannafélagið Glaður elstu börnunum í leikskólanum á hestbak.   Farið var upp í hesthúsahverfið í Búðardal.   Þetta var virkilega skemmtileg ferð þar sem allir skemmtu sér konunglega. Leikskólinn þakkar kærlega fyrir sig.

Skóladagatöl 2012-2013

admin

Skóladagatöl  grunnskóla og leikskóla fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefsvæði skólans. Sjá hér.

Útskrift úr leikskólanum

admin

Elsti árgangur leikskólans við útskriftina Á þeim ágæta góðviðrisdegi; miðvikudaginn 30. maí, útskrifuðust níu  börn úr Leikskóla Auðarskóla.  Mömmur og pabbar, afar og ömmur komu í heimsókn og voru með börnunum á þessari stóru stund. Útskriftin fór að þessu sinni fram utandyra.  Börnin sungu fyrir gesti og fengu góða gjafir frá leikskólanum. Svo var boðið upp á kaffi og með …

Útikennsla í maí

admin

Í maí eyddu nemendur 3. bekkjar fimm dögum í útikennslu (hluti af einum var þó vettvangsferð á KM) sem voru að mestu í tengslum við námsefnið “ Komdu og skoðaðu bílinn“. Nemendur undirbjuggu sig fyrir vettvangsheimsókn á KM (bílaverkstæði) með spurningum. Vel var tekið á móti okkur af einum eiganda KM, honum Kalla. Farið var yfir það sem er m.a. …

Skólaslit

admin

Skólaslit grunnskóladeildar Auðarskóla verða í Dalabúð kl. 17.00 í dag.  Öllum nemendum skólans er afhentur vitnisburður, veittar viðurkenningar og stutt ávörp flutt.   Athöfnin tekur um klukkustund og allir hjartanlega velkomnir.

Vorhátíð 

admin

Þann 30.maí verður vorhátíð grunnskólans.   Á vorhátíð má gjarnan klæðast furðufötum í tilefni dagsins. Hafa ber þó í huga að hluti dagskrár er úti og því þarf einnig að klæða sig eftir veðri.  Andlitsmálun verður í boði fyrir yngstu nemendur.  Að þessu sinni eru foreldrar sérstaklega velkomnir og foreldrafelagið mun sjá um að grilla ofan í alla. 08.30 – 09.50 …

Íslenskir þjóðhættir

admin

3. bekkur hefur verið í fullu fjöri upp á síðkastið og unnið hin ýmsu verkefni. Tilvalið er að deila því og birta með því myndir. Bekkurinn lærði um íslenska þjóðhætti í apríl og í tengslum við það verkefni var  m.a. farið á byggðasafn og  haldin  kynning fyrir foreldra við lok verkefnisins. Valdís Einarsdóttir tók á móti bekknum á byggðasafninu á …

Skólaferðalög

admin

Þann 24. maí hefjast ferðalög nemenda.  Öllum nemendum er boðið upp á ferðir með bekkjarfélögum sínum.  Farið er í þremur hópum og liggja ferðaáætlanir nú fyrir: Vorferdalag yngsta stig.pdf File Size: 59 kb File Type: pdf Download File Vorferdalag_midstig.pdf File Size: 532 kb File Type: pdf Download File Vorferdalag efsta stig.pdf File Size: 553 kb File Type: pdf Download File