Sumarhátíð í leikskólanum

admin

Picture

Miðvikudaginn 13. júní var sumarhátíð leiskólans. Dagurinn hófst með  vorferð barna, foreldra og starfsmanna  á geitabúið Háafell í Hvítársíðu. Þar var yndislegt veður og skoðuðu börnin geitur af öllum stærðum og gerðum, léku sér  og borðu nesti. Geiturnar voru mjög gæfar og sýndi geithafurinn Prins gestum mikinn áhuga og þá sérstaklega nestinu þeirra.  Þegar heim var komið biðu okkar margir foreldrar  sem m.a. höfðu grillað pylsur.  Jörundur frá slökkviliðinu var svo vænn að koma með slökkviliðsbíl til sýnis. Bíllinn sprautaði bæði froðu og vatni sem var ekki leiðinlegt. Þetta var virkilega góður dagur þar sem bæði  börn og fullorðnir áttu góðar stundir saman.

Myndir hér