Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

admin Fréttir

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla.  Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal.  Einkunnarorð skólans eru:  Ábyrgð –Ánægja- Árangur.  Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri.  Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is​Við leitum að einstaklingi sem …

Reykir

admin

​Við í sjöunda bekk erum „nýkomin“ heim frá Reykjum. Á námskeiðunum var gaman og flestir voru að kynnast fleiri krökkum. Okkur fannst flestum skemmtilegast í náttúrufræði og sögu og þá sérstaklega þegar sagan af Gretti var sögð. Byggðasafnið kom líka sterkt inn og hákarlasögurnar fræðandi. Frítíminn var skemmtilegur. Stefán og Daníel voru snyrtipinnar ferðarinnar og fóru í sturtu á hverjum …

Hvar er Stekkjarstaur?

admin Fréttir

Á mánudaginn 30. nóvember stendur foreldrafélag Auðarskóla fyrir jólaleiksýningu fyrir yngsta stig grunnskólans og leikskólabörnin. Leiksýningin „Hvar er Stekkjarstaur ?“ verður sýnd í Dalabúð klukkan 14:00.  Foreldrar eru velkomnir að koma og horfa með börnunum.  „Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því …

Tónfundir í tónlistarskólanum

admin Fréttir

Tónfundir á haustmisseri verða haldnir miðvikudaginn 28.  kl 14.30  (5-10 bekkur)  og fimmtudaginn 29. kl 14.30 (1-4 bekkur).Þar munu nemendur tónlistarskólans koma fram og spila og syngja fyrir foreldra og gesti.  Fundurinn verður haldinn í sal tónlistarskólans og allir eru velkomnir. Kær kveðja Óli og Jan

Danssýning

admin Fréttir

Föstudaginn 26.nóvember er hin árlega danssýning Auðarskóla.  Þar munu nemendur sýna afrakstur danskennslunnar, sem nú stendur yfir.   Sýningin er í Dalabúð kl. 12.00  og eru allir velkomnir.  Áætlaðri heimferð skólabíla seinkar lítilega og verður hún um kl. 13.00.