Nemendur unglingastigs fengu í dag fræðslu um geðheilbrigði og tóku umræður um það mikilvæga efni með kennara.
Markmiðið með gulum september er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum en í ár er sérstök áhersla lögð á geðrækt á vinnustöðum, með slagorðinu „Er allt í GULU á þínum vinnustað?“ Þann 7. september er GULI dagurinn og eru öll hvött til að klæðast gulu þann dag!
Nánari upplýsingar um þá þjónustu sem HSA veitir er varaðar geðheilbrigði má sjá hér: https://island.is/s/hsa/gedheilbrigdi-hsa
Nánar má lesa um gulan september hér: https://island.is/forvarnir-sjalfsviga/gulur