Skóladagatöl næsta skólaárs

admin Fréttir

Skóladagatöl Auðarskóla fyrir næsta skólaár eru komin inn á heimasíðuna:http://www.audarskoli.is/skoacuteladagatal.html  Dagatölin eru tvö, fyrir grunn- og tónlistarskóla annarsvegar og leikskóla hinsvegar. Nú er tækifæri fyrir fjölskyldur skólabarna að skipuleggja fríin sín miðað við skóladagatalið svo endilega kíkið á linkinn hér fyrir ofan og skoðið dagatölin vel.

Stelpurnar okkar gerðu góða hluti í glímu um helgina

admin Fréttir

Eins og sjá má á frétt Skessuhorns í dag voru nokkrar stelpur úr Auðarskóla að gera góða hluti í glímu um helgina. ​Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vefsíðu Glímusambands Íslands segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Glímudrottning okkar dalamanna, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, nýkjörin formaður Glímusambands Íslands, var …

Leikskólabörn heimsækja fyrirtæki í Búðardal

admin Fréttir

​Nemendur á Tröllakletti hafa farið í vettvangsheimsóknir í nokkur fyrirtæki í haust. Við höfum fengið æðislegar móttökur. Nemendunum finnst mjög gaman að fá að sjá á bakvið tjöldin og hvernig starfið fer fram hjá fyrirtækjum hér í Búðardal. Þau munu halda áfram að fara í fyrirtæki og er stefnan sett á Vegagerðina næst.  Fyrirtækin sem við höfum farið í eru: …

Öskudagsskemmtun foreldrafélagsins

admin Fréttir

ATH:  Slæm spá er fyrir miðvikudaginn. Ákveðið hefur verið að fresta þessari skemmtun, sem og öllu öskudagstengdu á vegum skólans, til fimmtudags.

Dansýning

admin

Við viljum minna á að Dansýningin er klukkan 12:00 í dag, ​eins og stendur á skóladagatali. Heimakstur skólabíla er klukkan 13:00.

Kaffihúsakvöldinu frestað fram á mánudag

admin

Kaffihúsakvöldinu, sem auglýst var hér fyrir neðan, hefur verið frestað til mánudagsins 3. desember. ​Vonumst við til að þessi breyting nái til allra sem höfðu hug á að mæta.