Leikfélag nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar sýnir hinn sívinsæla söngleik Grease. Við fjölmennum á sýninguna með nemendur af mið- og efsta stigi fimmtudaginn 27. febrúar n.k. Lagt verður af stað frá Auðarskóla kl. 18:30. Miði á söngleikinn og sætaferð: kr. 500,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í netfagnið valaislandia@hotmail.com eða síma 845-2477 fyrir mánudaginn 24. febrúar. Stjórn foreldrafélagsins
Vorhátíð og skólaslit í grunnskóladeild
Á vorhátíð má gjarnan klæðast furðufötum í tilefni dagsins. Hafa ber þó í huga að hluti dagskrár er úti og því þarf einnig að klæða sig eftir veðri. 08.30 – 09.50 Leikið og spilað : Nemendur inni í umsjá umsjónarkennara. 09.50 – 10.10 Morgunmatur 10.10 – 11.40 Útileikir: Fimm stöðvar verða í gangi allan tímann við skólann: Fánaleikur – Krítlist …
Fjölskyldudagur/Lautarferð-Leikskólinn
Okkur langar til að ná leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra saman og hittast í lautarferð. Höfum við fengið leyfi til að hittast í garðinum við Arion banka, laugardaginn 30. maí kl. 12:00. Allir eru beðnir um að koma með pylsur, brauð og drykki fyrir sig og sína. Grill og meðlæti verður á staðnum. Allar hugmyndir af afþreyingu eru vel þegnar. Kveðja, …
Auðarskóli hlýtur styrk
Auðarskóli hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði að upphæð 500.000 kr. til að vinna að þróunarverkefninu “ Opið áhugasviðsval“ Verkefnið hófst sem tilraunarverkefni í ágúst 2013 en þetta skólaár hefur það verið formgert meira og því stillt upp sem formlegu þróunarverkefni. Verkefnastjóri þróunarverkefnisins er Linda Traustadóttir kennari. Í stuttu máli er um að ræða tvo tíma á viku þar sem nemendur …
Breytingar á jóladagskránni
Veður og færð hefur spilað nokkuð stórt hlutverk í skólahaldi desembermánaðar. Sökum þess verður eftirfarandi röskun á jóladagskránni: Vegna veðurs verða litlu jólin í leikskólanum fimmtudaginn 18. desember og hefjast kl. 15.30. Jólatónleikum tónlistardeildarinnar sem vera áttu þann 18. des er aflýst. Ekki hefur reynst nægur tími til að undirbúa nemendur. Skólastjóri
Kaffihúsakvöldið
Fimmtudaginn 5. des. verður Kaffihúsakvöld Auðarskóla. Húsið opnar kl. 19:00 en skemmtunin byrjar kl. 19:30 í Dalabúð. Boðið verður upp á kakó og smákökur. Það verða skemmtiatriði sem eru samin og flutt af krökkum í 6.-10. bekk skólans. Einnig verður happdrætti með glæsilegum vinningum. Það kostar 600 kr. inn og einn happdrættismiði fylgir. Frítt er fyrir nemendur skólans og krakka …
Auðarskóli endurnýjar húsgögn
PantoMove stóll Í upphafi þessa mánaðar voru tekin í notkun í Auðarskóla ný húsgögn fyrir alla nemendur í 1. – 4. bekk skólans. Um er að ræða PantoMove stóla og VS Uno borð frá Pennanum. Borðin og stólarnir, sem nýju húsgögnin leysa af hólmi, voru flest orðin áratuga gömul og hálfgerður samtíningur úr ýmsum áttum. Vonast er til þess að …
Tónfundi flýtt
Tónfundi í tónlistarskólanum, sem vera átti kl. 14.30 á fimmtudag verður flýtt vegna mikilvægs fundar hjá skátafélaginu á sama tíma. Tónfundurinn hefst því kl. 13.40.
Skólaritari
Auðarskóli auglýsir eftir skólaritara í 87% starf. Ritarinn verður með aðstöðu í grunnskóladeild en þjónar allri stofnuninni. Helstu störf skólaritara eru ýmis skrifstofustörf eins og símsvörun, uppfærslur á heimasíðu, innri vef og upplýsingum í námskrá og starfsáætlunum, sjá um gagnagrunna skólans (Mentor og Námfús), vinna við samantektir á gjöldum og skýrslum. Einnig að sinna nemendum með ýmis mál, panta inn vörur, fara í sendiferðir …
Námskeiðsdagurinn 31.maí
Yngsta stig Nemendum er skipt í tvo hópa (14 og 15 nem.) og hóparnir skiptast á námskeiðin „tafl“ og „112“. Hóparnir sameinast þegar kemur að leikjanámskeiði hjá Jörgen. 15-20 mínútur í kynningu með nemendum, skipta í hópa og fl. Fyrsta lotan er fram að morgunmat (TAFL/112) Önnur lota byrjar kl. 10:10 JÖRGEN – ALLIR SAMAN Þriðja lotan byrjar kl. 11:10 …