Auðarskóli hlýtur styrk

admin




Auðarskóli hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði að upphæð 500.000 kr. til að vinna að þróunarverkefninu             “ Opið áhugasviðsval“   Verkefnið hófst sem tilraunarverkefni í ágúst 2013 en þetta skólaár hefur það verið formgert meira og því stillt upp sem formlegu þróunarverkefni.  Verkefnastjóri þróunarverkefnisins er Linda Traustadóttir kennari.

Í stuttu máli er um að ræða tvo tíma á viku þar sem nemendur í 8. – 10. bekk geta valið sér, hver fyrir sig,  viðfangsefni eftir áhuga.    Verkefnin geta verið nánast af hvaða toga sem er, svo framalega sem kennarar geta á einhvern hátt annast aðstoð.   Ákveðnu verklagi er síðan fylgt varðandi undirbúning, vinnu og skilum á verkefnum.  Sum verkefni eru smá ein önnur stór í sniðum og taka nokkrar vikur.



Helstu markmið verkefnisins eru:



Að nemendur geti valið verkefni sem tengjast áhuga þeirra

Að nemendur læri að þekkja áhugasvið sín.

Að nemendur geti lært að vinna sjálfstætt á eigin ábyrgð.

Að nemendur geti skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi.

Að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt.

Um er að ræða afar opið námsfyrirkomulag þar sem hlutverk kennara er að vera á hliðarlínunni og aðstoða nemendur við að læra það sem þeim langar til.