Dansýning

admin Fréttir

Við viljum minna á að Dansýningin erklukkan 12:00 í dag,​eins og stendur á skóladagatali. Heimakstur skólabíla er klukkan 13:00.

Vorferð miðstigs 2020

admin

Miðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við okkur glaðan dag í lok skólaárs. Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um …

Sumarfrí í Auðarskóla

admin Fréttir

Á hádegi föstudaginn 21. júní 2019 mun skrifstofa skólans fara í sumarfrí og mun hún opna aftur þriðjudaginn 6. ágúst.  Leikskóladeild Auðarskóla fer í sumarfrí frá og með fimmtudeginum 27. júní n.k. og opnar aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Skólasetning grunnskólans verður fimmtudaginn 22. ágúst, nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar.

Skólaslit Auðarskóla 2020

admin

Óvenjulegu skólaári í Auðarskóla er nú lokið og hafa skólaslit farið fram en þó með óhefðbundu sniði. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það ástand sem hefur verið í samfélaginu og mestum hluta heimsins því það væri að bera í bakkafullann lækinn sem varð til þess að skólaslit voru með breyttu sniði. Skólaslit Auðarskóla fóru fram þriðjudaginn 2. …

Ný læsisstefna Auðarskóla

admin Fréttir

​Auðarskóli hefur unnið að læsisstefnu um nokkurt skeið. Nú er vinnu lokið og komið að útgáfu hennar. Markmið með læsisstefnunni er að efla læsi í víðu samhengi, samræma kennsluhætti og námsmat milli skólastiga.  Læsisstefnuna er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum:Um skólann – Stefnur og mat Til hamingju nemendur, foreldrar og starfsfólk Auðarskóla.

Vorferð elsta stigs

admin

​Nemendur elsta stigs fóru í skólaferðalag mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. maí. Haldið var á Staðarfell þar sem Björgunarsveitin mætti með allskonar græjur. Þar fengu nemendur að prufa að síga, busla í sjónum í þurrgalla og fara hring á björgunarbátnum. Sveinn mætti líka með sinn bát svo fleiri gátu farið í einu. Eftir kaffi fóru nemendur í Murdermistery sem er …

​Hjóladagur í leikskólanum

admin

Á þriðjudaginn 19. maí var haldinn hjóladagur í leikskólanum. Félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu ásamt Níels lögreglumanni heimsóttu börn leikskólans. Allir fengu skoðunarmiða á hjólin sín og gengið var úr skugga um að allir væru með hjálmana meðferðis. Mikið var hjólað á afgirtu bílaplani og inni á leikskólalóðinni og var nýja hjólaþvottastöðin líka tekin í notkun. Þvottastöðin vakti mikla lukku og var …

Aðalnúmer skólans misvirkt

admin Fréttir

Aðalnúmer skólans 430-4757 dettur inn og út og því ekki alltaf hægt að hringja í það.  Það dettur út mislengi hverju sinni og er inni mislengi. Ef þið náið ekki í aðalnúmerið er hægt að reyna að ná í númer aðstoðarskólastjóra, Kela, 430-4754.​Eins er hægt að senda tölvupóst á jonina@audarskóli.is ef erfitt reynist að ná inn í skólann. Fyrir leikskólann …

Upplestrarhátíð Auðarskóla

admin

Upplestrarhátíð er hluti af okkar starfi í Auðarskóla. Nemendur 7.b. tekur þátt í þessari hátíð á hverju ári. Við vinnum að því að lesa upphátt á fallegan og áheyrilegan hátt bókmenntatexta og ljóðatexta. Að mörgu er að hyggja eins og líkamsstöðu, tónhæð, tjáningu, tengingu við áheyrendur svo eitthvað sé nefnt. Innan skólans fer fram samkeppni um hverjir fara fyrir hönd …

​Fjarkennsla í Auðarskóla

admin

Eins og ykkur er kunnugt þá hefur ríkt samkomubann á Íslandi nú um nokkurt skeið. Þetta bann hefur raskað kennslu í grunn- og leikskólum á Íslandi og höfum við ekki farið varhluta af því. Auðarskóli hefur mætt þessum breytingum með fjarkennslu í gegnum Teams fyrst á unglingastigi og síðar á miðstigi. Ekki hefur þetta gengið alveg áfallalaust fyrir sig sérstaklega …