​Hjóladagur í leikskólanum

admin

Á þriðjudaginn 19. maí var haldinn hjóladagur í leikskólanum. Félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu ásamt Níels lögreglumanni

heimsóttu börn leikskólans.Allir fengu skoðunarmiða á hjólin sín og gengið var úr skugga um að allir væru með hjálmana meðferðis.

Mikið var hjólað á afgirtu bílaplani og inni á leikskólalóðinni og var nýja hjólaþvottastöðin líka tekin í notkun. Þvottastöðin vakti mikla lukku og var hún nýtt á allrahanda máta.

Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel í blíðskaparveðri við hjólaæfingar, sull og þvotta.Við þökkum félögum úr Slysavarnadeildinni og Níels lögreglumanni kærlega fyrir heimsóknina.