Skólapúls-kannanir eru í gangi í febrúar. Foreldrar eru minntir á að taka þátt. Svarhlutfall þarf að vera um og yfir 80% svo niðurstöður verði marktækar. Við hvetjum alla sem fengu tengil á könnun að svara könnun.
10. bekkur-Heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar
Þriðjudaginn 14. febrúar fór 10. bekkurinn í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur fengu kynningu á námi og kennslu og hittu þeir flesta kennara skólans. Nemendur á fyrsta ári fylgdu þeim á milli stöðva og loks var þeim boðið í hádegismat. Dagurinn var skemmtilegur og í tilefni heimsóknar var smellt í eina mynd. Einn átti líka afmæli þennan daginn!
Öskudagur í Auðarskóla
Á öskudaginn verður mikið fjör í skólanum og vikið verður frá hefðbundnu skólastarfi að mestu. Í leikskólanum verður köttur sleginn úr tunnunni um kl. 9 í Fjallasal leikskólans og að því loknu labba börnin um bæinn eftir því sem aldur og þroski þeirra leyfir. Í grunnskólanum verður boðið upp á andlitsmálun fyrir hádegi og skellt verður í Brekkusöng. Eftir hádegi, …
Sköpum góða bekkjarmenningu-Námskeið á miðstigi
Námskeið með Bjarna Fritz-Sköpum góða bekkjarmenningu-Pdf
Vináttu Blær á afmæli
Vináttu Blær átti afmæli í gær. Auðarskóli er Vináttu skóli og fögnuðu börnin í leikskólanum afmæli Blæs. Blær fékk afmæliskórónu eins og afmælisbörnum sæmir og afmælissöngur var sunginn.
Skólaakstur fellur niður 6., 7. og 8. febrúar
Skólaakstur fellur niður í næstu viku sem hér segir: Mánudaginn 6. feb, þriðjudaginn 7. feb og miðvikudaginn 8. feb vegna vetrarfrís, skipulagsdags og foreldrasamtalsdags.
Skipulagsdagur og foreldrasamtalsdagur
Nk. þriðjudag 7. febrúar er skipulagsdagur í grunnskóla Auðarskóla. Daginn eftir, miðvikudaginn 8. febrúar, fara fram foreldrasamtöl bæði í leik- og grunnskóla. Tölvupóstur með nánari tímasetningu verður sendur til foreldra þriðjudaginn 31. janúar.
Vetrarfrí grunnskólans 6. febrúar
Vetrarfrí grunnskólans verður nk. mánudag 6. febrúar.
Skólapúlskannanir í febrúar
Í febrúar verður lögð fyrir Skólapúls skoðanakönnun fyrir nemendur í 6. til 10. bekkja og fyrir foreldra leik- og grunnskóla. Alls verða því sendar út þrjár kannanir. Foreldrar hafa nú þegar fengið tölvupóst frá skólanum um komandi könnun. Þátttökukóði verður sendur í tölvupósti til foreldra í byrjun febrúar. Er það von okkar að svörun verði góð svo að niðurstöður verði …
Hópmyndataka eftir litlu-jólin
Litlu-jól grunnskólans fóru fram í dag, föstudaginn 6. janúar. Smellt var í eina hópmyndatöku eftir dans og söng í kringum jólatréð. Skemmtu nemendur og starfsmenn sér vel, farið var í leiki, skipst á jólagjöfum, dansað og sungið í kringum jólatréið og snæddur hátíðarmatur. Takk fyrir litlu-jólin!