Söngvakeppni SAMVEST 16. mars

Auðarskóli Fréttir

Söngvakeppni SAMVEST verður haldin í Dalabúð fimmtudaginn 16. mars kl. 18.  SAMVEST er samstarfsvettvangur félagsmiðstöðva á Vesturlandi og eru félagsmiðstöðvarnar alls 8 á svæðinu. Búast má við miklu fjöri þar sem milli 200 og 300  ungmenni verða samankomin um kvöldið.

Skipulag viðburðar er í höndum íþrótta- og tómstundafulltrúa og starfsmanns félagsmiðstöðvarinnar og er undirbúningur á fullu þessa dagana.