Litlu-jólin í leikskólanum 15. desember

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jól leikskólans verða haldin fimmtudaginn 15. desember og hefjast kl.10. ATh! Stundin er einungis fyrir börn og starfsmenn og jólasveina. Venjan er að klæðast sparifötum á litlu-jólunum og best væri ef börnin komi í sparifötum í leikskólann að morgni en skipti svo um föt að litlu-jólum loknum, ef vilji er fyrir því. Í hádeginu verður svo snæddur hátíðarmatur; Kalkúnn með …

Kærleiksvika á elsta stigi

Auðarskóli Fréttir

Í þessari viku verður kærleiksvika á elsta stigi. Lögð er áhersla á hæfni tengt sjálfsmynd, sjálfstrausti, ábyrgð og áhrif hvers og eins. Nemendur fara í slökunaræfingar á hverjum degi og teknar verða umræður um alls konar viðkvæm málefni í vikunni; svo sem kynlíf, kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum, erfiðleika í lífi einstaklinga o.fl. Flestar hefðbundnar námsbækur verða því lagðar til …

Skólahjúkrun-29.nóv

Auðarskóli Fréttir

Eftirfarandi heilsufarsskoðun fór fram þriðjudaginn, 29. nóvember, á heilsugæslunni: Kl. 09:10-09.50: Nemendur 7. bekkjar fóru í hæðar- og þyngdarmælingu, sjónpróf og bólusetningu. Kl. 10:10-10:50: Nemednur 9. bekkjar fóru í hæðar- og þyndarmælingu, sjónpróf og bólusetningu. Stúlkur úr 8. bekk fóru í seinni Cervarix bólusetningu. Hægt er að kynna sér nánar um heilsufarsskoðun skjólahjúkrunar og heilsugæslunnar á heimsíðu skólans undir flipanum: …

Jólaball á Varmalandi-Elsta stig

Auðarskóli Fréttir

Jólaball fyrir nemendur í 8. til 10. bekk verður á Varmalandi í kvöld. Ballið stendur yfir frá kl. 20 og til kl. 22.30.Ballið er á vegum Auðarskóla en í samstarfi við félagsmiðstöðina. Rútur fara frá Auðarskóla kl. 19 og komið er til baka kl. 23.30. Ballið kostar 1.000 kr. og rútugjaldið er 500 kr. Sjoppa verður á staðnum. Ath! Enginn posi …

Íþrótta- og tómstundastyrkur-Frístundastyrkur

Auðarskóli Fréttir

Dalabyggð vill minna á að til að fá íþrótta- og tómstundastyrk (frístundastyrk) greiddan fyrir haustönn 2022 þarf að skila inn umsókn og gögnum til skrifstofu Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal) fyrir 15. desember n.k. Þá er sérstaklega minnt á að haustið 2022 eru engin takmörk á nýtingu styrksins hjá börnum í 1.-10. bekk Auðarskóla, ásamt því að hann er 10.000kr. …

Dagur íslenskrar tungu

Auðarskóli Fréttir

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Dagur íslenskrar tungu er einn fánadaga Íslands.

Alþjóðlegur tungubrjótsdagur

Auðarskóli Fréttir

Í dag er alþjóðlegur tungubrjótsdagur. Hver man ekki eftir „Stebbi stóð á ströndu“. Við hvetjum alla unga sem aldna að spreyta sig á tungubrjótum í dag sem aðra daga.

Dagur GEGN EINELTI

Auðarskóli Fréttir

Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur sett í loftið vef í tengslum við dag gegn einelti Á vefnum má m.a. finna finna myndbönd þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir gefur góð ráð fyrir starfsfólk í skóla ásamt upplýsingum um eineltistengd verkefni og verkfæri.

Nemendakönnun 2.-5. bekkjar

Auðarskóli Fréttir

Dagana 19., 20. og 21. október verða nemendakannanir í 2.-5.bekk á vegum Skólapúlsins. Kynningarbréf hefur nú þegar verið sent öllum foreldrum og kennurum. Sjá tölvupóst frá 13. október.

Foreldrasamtalsdagur

Auðarskóli Fréttir

Foreldrasamtalsdagur Auðarskóla fór fram í gær, 12. október. Góð mæting var á öllum skólastigum og þakkar starfsfólk skólans foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir komuna.