Hópmyndataka eftir litlu-jólin

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jól grunnskólans fóru fram í dag, föstudaginn 6. janúar. Smellt var í eina hópmyndatöku eftir dans og söng í kringum jólatréð. Skemmtu nemendur og starfsmenn sér vel, farið var í leiki, skipst á jólagjöfum, dansað og sungið í kringum jólatréið og snæddur hátíðarmatur.  Takk fyrir litlu-jólin!

Nýársball elsta stigs í Dalabúð

Auðarskóli Fréttir

Nýársball verður haldið í Dalabúð fimmtudaginn 5. janúar kl. 19.30 – 22.30. Ballið er á vegum nemendafélags Auðarskóla og er ætlað öllum elsta stigs nemendum. Nemendum eftirfarandi skóla hefur verið boðið: Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskóla Borgarness, Reykhólaskóla, Laugagerðisskóla,  Grunnskóla Hólmavíkur, Grunnskóla Stykkishólms og Grunnskóla Drangsness. Miðaverð er 1500 kr. Sjoppa verður á staðnum. DJ Elvar kemur fram á ballinu. Þema nýársballs …

Litlu-jól grunnskólans 6. janúar

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jól grunnskólans verða haldin föstudaginn 6. janúar.  Nemendur mæta í skólann kl. 8.30 og hefst þá dagskrá litlu-jóla. Hátíðar-matur verður snæddur um kl. 11.30 og lýkur um kl. 12.20. Skólabílar aka heim kl. 12.30.

Skólaaktur fellur niður 20. des

Auðarskóli Fréttir

Skólaakstur fellur niður þriðjudaginn 20. desember vegna veðurs og ófærðar. Tölvupóstur var sendur á alla foreldra bæði leik- og grunnskólans.

Litlu-jólum grunnskólans frestað fram yfir áramót

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jólum grunnskólans verður frestað fram yfir áramót og verða haldin í fyrstu viku í janúar 2023. Líklegar dagsetningar eru annað hvort 4. eða 5. janúar. Venjan er að klæðast sparifötum á litlu-jólunum og gerir það stundina hátíðlega. Í hádeginu verður snæddur hátíðarmatur; Hangikjöt og tilheyrandi meðlæti ásamt ís í eftirrétt.

Bókasafnsvörður les fyrir grunnskólanemendur 8. desember

Auðarskóli Fréttir

Sigga bókasafnsvörður kemur í heimsókn og les fyrir nemendur grunnskólans upp úr nýjum barna- og unglingabókum: Kl.  9.20: Elsta stig Kl. 10.20: 3. og 4. bekkur Kl. 11.10: 1. og 2. bekkur Kl. 11.50: Miðstig Takk  Sigga  fyrir nað  gefa  þér  tíma  til  að  lesa  fyrir  nemendur 🙂

Litlu-jólin í leikskólanum 15. desember

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jól leikskólans verða haldin fimmtudaginn 15. desember og hefjast kl.10. ATh! Stundin er einungis fyrir börn og starfsmenn og jólasveina. Venjan er að klæðast sparifötum á litlu-jólunum og best væri ef börnin komi í sparifötum í leikskólann að morgni en skipti svo um föt að litlu-jólum loknum, ef vilji er fyrir því. Í hádeginu verður svo snæddur hátíðarmatur; Kalkúnn með …