Litlu-jólum grunnskólans frestað fram yfir áramót

Auðarskóli Fréttir

Litlu-jólum grunnskólans verður frestað fram yfir áramót og verða haldin

í fyrstu viku í janúar 2023. Líklegar dagsetningar eru annað hvort 4. eða 5. janúar.

Venjan er að klæðast sparifötum á litlu-jólunum og gerir það stundina hátíðlega.

Í hádeginu verður snæddur hátíðarmatur; Hangikjöt og tilheyrandi meðlæti ásamt ís í eftirrétt.