Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur sett í loftið vef í tengslum við dag gegn einelti Á vefnum má m.a. finna finna myndbönd þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir gefur góð ráð fyrir starfsfólk í skóla ásamt upplýsingum um eineltistengd verkefni og verkfæri.
Nemendakönnun 2.-5. bekkjar
Dagana 19., 20. og 21. október verða nemendakannanir í 2.-5.bekk á vegum Skólapúlsins. Kynningarbréf hefur nú þegar verið sent öllum foreldrum og kennurum. Sjá tölvupóst frá 13. október.
Foreldrasamtalsdagur
Foreldrasamtalsdagur Auðarskóla fór fram í gær, 12. október. Góð mæting var á öllum skólastigum og þakkar starfsfólk skólans foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir komuna.
Aðalfundur foreldrafélagsins 19. október
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnskóla Auðarskóla miðvikudaginn 19. október klukkan 20:00, í stofu 7. Allir foreldrar eru sjálfkrafa í foreldrafélaginu-Sjá reglur foreldrafélags Auðarskóla. Á fundinum verður m.a. kosið um einn fulltrúa í fræðslunefnd og einn í skólaráð. Einnig verður kosið um einn fulltrúa í stjórn í foreldrafélagsins.
Vetrarfrí 31.okt-4.nóv grunnskólans
Vetrarfrí grunnskólans verður dagana 31. október til 4. nóvember. Njótum daganna í faðmi fjölskyldu og vina! Skólabílar ganga ekki þessa daga.
Skólapúlsinn
Auðarskóli er orðinn formlegur þátttakandi í Skólapúlsinum. Skólapúlsinn er matstæki sem nýtt er í innra mati/sjálfsmati skóla og fá foreldrar og starfsfólk sent kynningarbréf um Skólapúlsinn. Nemendur fá einnig kennslu og kynningu á Skólapúlsinum.
Sjálfsmatsskýrsla-Starfsáætlun
Starfáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er komin inn á heimasíðu skólans. Sjötta skýrsla um sjálfsmat Auðarskóla er einnig komin inn. Í skýrslunni er gert grein fyrir tveimur matsþáttum; Líðan, þarfir, starfsandi og samstarf og viðmót, menning og ytri tengsl. Auk þeirra er að finna umbóta- og matsáætlun fyrir skólaárið og nýja langtímaáætlun innra mats sem gildir til skólaársins 2025-2026. Skýrslurnar eru að finna …
Skipulagsdagur
Þriðjudaginn 29. september verður skipulagsdagur í grunnskóla- og tónlistarskóladeild Auðarskóla. Öll kennsla fellur niður þann dag eins verður ekki lengd viðvera heldur. Skólabílar munu því ekki aka þann dag. Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri
Upplýsingabæklingur Auðarskóla 2020-2021
Sælir ágætu foreldrar/forráðamenn Almennur upplýsingabæklingur Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er nú tilbúinn og verður sendur heim með nemendum á morgun, miðvikudaginn 26. ágúst. Í honum er að finna helstu upplýsingar um starfið í vetur, s.s. stuðningskerfi skólans, hvernig á að senda tilkynningar til okkar og önnur ,,praktísk“ atriði. Ég læt fylgja með þessari frétt slóð inn á bæklinginn. Þorkell Cýrusson …